Úrval - 01.06.1964, Síða 148
138
ÚHVAL
lítill. Álitið var, að i stórstyrj-
öld myndi þetta brothætta keis-
araveldi brotna i smáagnir líkt
og tebolli, sem kastað er í múr-
veggi; hús japanskra borga voru
byggð úr pappa og öðru sliku
efni, og voru slíkar borgir því
hin auðveldustu skotmörk í loft-
árásum. Álitið var, að ofboðs-
legt tjón yrði af sprengjuárás-
um á borgir þeirra, Þar að auki
var álitið að Japan þjáðist af
illkynjuðu hernaðarlegu blóð-
leysi, þar eð lijartablóð þjóðar-
innar streymdi stöðugt i risa-
fljótið Kína. Þvi var það álitið
jafngilda þjóðarsjálfsmorði, ef
Japanir byðu veldi Bandaríkj-
anna byrginn.
Og hvað snerti billjóndollara
virki Bandarikjanna þarna úti
í miðju Kyrrahafi, þá var það
alveg öruggt. „Perluhöfn er lík-
lega orðin bezta flotahöfn heims-
ins. Enginn staður er betur til
slíkra nota fallinn, né betur var-
inn eða birgur af alls kyns nauð-
synjum,“ skrifaði flotamálaráð-
herran Fletcher Pratt 9
mánuðum fyrir „sunnudaginn
blóðuga“ — árásardaginn. Og
þ. 6. september skrifaði Clarke
Beach blaðamaður á þessa leið:
„Japönsk árás á Hawaii er á-
litin hin fáránlegasta hugmynd,
er hugsazt getur, og eru milljón
möguleikar á móti einum, að
hún heppnaðist.“ Og alls kyns
sérfræðingar héldu endalaust á-
fram að þvæla um þessa miklu
varnagoðsögn: „Hin ósigrandi
Perluhöfn, Gibraltar Kyrrahafs-
ins.“
Og um haustið var sem töfra-
maður hefði brugðið sprota sin-
um og beint athygli Bandaríkja-
manna frá Perluhöfn og að Atl-
antshafinu í æ rikara mæli. Bar-
áttan um siglingaleiðir Atlants-
hafsins náði hámarki þ. 4. sept-
ember, þegar þýzkur kafbátur
sökkti bandarískum tundurspilli
nálægt Islandi. í æsingunni, sem
á eftir þessari frétt fylgdi, var
fréttum af Japönum ýtt yfir á
öftustu síður blaðanna, og þær
komust ekki aftur á forsiðurn-
ar fyrr en þ. 7. desember.
„Kyrrahafið hefur enn mjög
mikla þýðingu, hvað hernaðar-
stöðuna snertir,“ skrifaði Kimm-
el Harold Stark, yfirmanni
framkvæmdadeildar flotans, þ.
12. september. En Stark svaraði
með hinni mestu rósemd: „Ég
held sjálfur, að Japanir muni
ekki ráðast á okkur.“
Og þessi skoðun var útbreidd.
Bandarikjamenn einblíndu á
Atlantshafið, en þeim liætti um
leið til þess að gleyma þvi, að
bakdyrnar voru opnar.
VOPNIN SMÍÐUÐ
í síðarihluta septembermánað-
ar byrjaði Genda að þjálfa fyrsta