Úrval - 01.06.1964, Síða 149
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
139
flugflotann sérstaklega til árás-
arinnar á Perluhöfn. Viðfangs-
efnið var erfitt, og ekki sizt
vegna þess, að það var algerlega
nauðsynlegt að halda fyrirætl-
uninni stranglega leyndri og þvi
ómögulegt að skýra flugmönnun-
um frá þvi, i hvaða tilgangi ver-
ið væri að þjálfa þá. Mynda varð
öflugt árásarvopn úr alls kyns
tegundum flugvéla, sprengju-
flugvélum, er gátu flogið hátt,
tundurskeytaflugvélum, steypi-
sprengjuflugvélum ogorrustuflug-
vélum. Og þessi árásaflugdeild
varð að geta flogið algerlega
skipulega. Það var ekki um að
ræða 40—50 flugvélar heldur
mörg hundruð. Það var lítill tími
til stefnu til þess að ná þessu
marki. Timinn var nú að verða
útrunninn.
Yfirmaður sliks árásarflugflota
varð að hafa algert vald yfir
hverri flugvél. Hann varð að
hafa til að bera óendanlega þol-
inmæði og óvenjulega stjórn-
hæfileika. Og Genda vissi ná-
kvæmlega, hvar hann skyldi
bera niður til þess að finna slík-
an mann. Hann hafði í huga
skólafélaga sinn úr sjóliðsfor-
ingjaskólanum, Mitsuo Fuhhida
flugyfirforingja. Hann var orð-
inn 39 ára að aldri, en liann var
enn algerlega virkur flugmaður,
en það var Genda ekki. Hann
hafði tekið mikinn þátt í Kína-
styrjöldinni og hafði flogið yfir
3000 flugstundir. Hann flaug
flugvél sinni líkt og hann væri
sjálfur hluti af henni, og hann
var álilinn vera einn mesti
vinnuþjarkur innan japanska
flugflotans. Fuchida varð stór-
hrifinn, þegar Genda sagði hon-
um frá Perluhafnaráætluninni.
Þeir voru alveg tilvaldir sam-
starfsmenn. í hug Genda spruttu
upp snjallar, fífldirfskuliug-
myndir, en Fuchida gerði þær
að hörðum raunveruleika af ó-
segjanlegri þolinmæði og elju.
Likt og margir aðrir snjallir
menn, tók hann sínum eigin
hæfileikum sem sjálfsögðum hlut
og hafði enga þolinmæði með
þeim, sem voru ekki eins skarp-
ir og hann sjálfur. Hann var ekki
sérstaklega tillitssamur, og því
dáðust undirmenn hans fremur
að honum heldur en að þeim
væri hlýtt til hans. Hann bjó
ekki yfir þeim hæfileika að geta
laðað undirmenn sina að sér.
En Fuchida bjó aftur á móti
yfir miklum persónutöfrum.
Menn hans tignuðu hann. Menn
fyrsta flugflotans voru úrvals-
lið. Þetta voru sjálfstæðir menn,
ofdirfskufullir menn, sterkir
menn. Það er aldrei auðvelt að
stjórna slíkum mönnum, en Fu«-
hida átti ofur auðvelt með að
stjórna þeim allt frá byrjun.
Hann lýsti þessu síðar á þennan