Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 158
148
URVAL
úti, en samt var olíutunnum
stafiaS á hvern auðan stað, jafn-
vel öll þilförin önnur en flug-
brautir móðurskipanna.
Geysilegs öryggis var gætt til
þess að leyna japönsku þjóðina
brottför árásarflotans. Áhafnirn-
ar voru látnar fara í land,
klæddar ýmist hitabeltiseinkenn-
issbúningum eða vetrareinkenn-
isbúningum, svo.að enginn grun-
ur vaknaði um, að flotinn væri
að halda í norðurátt. Til þess
að gera sem minnst úr brott-
för svona margra móðurskipa-
flugvéla, var öðrum nálægum
flugdeildum fyrirskipað að
fljúga aukaferðir yfir flugvelli
og borgir, svo að ekki yrði tek-
ið eftir skyndilegri burtför
svona margra flugvéla. Öðrum
deildum fiotans var skipað að
veita flestum sjóliðum og flug-
mönnum landgönguleyfi, svo að
þer sæjust á ferli í bæjunum.
Skipin i árásarflotanum áttu
að sigla án nokkurs litvarpssam-
bands sín á milli. Auðvitað
myndi verða um að ræða stór-
aukna starfsemi sendi- og mót-
tökustöðva og tækja í Japan,
eftir að flotinn væri kominn af
stað, en flotinn hafði verið að
smáauka slíkar sendingar í
blekkingarskyni undanfarnar
vikur, svo að ekki yrði vart við
ncina skyndilega aukningu þess-
arar starfsemi. Allt átti að líta
þannig út, að „ekkert sérstakt
væri á seyði.“
Síðdegis þ. 17. nóvember steig
Yamamoto og aðstoðarmenn
hans um borð í Akagi, sem iá
þá við festar í Saekiflóa, og var
hann að óska yfirmönnunum
góðrar ferðar. Fuchida tók eftir
því, að Yamamoto var dapur
og dálítið hörkulegur á svip.
Hann minntisí þess, að Yama-
moto hafði ekki óskað eftir
stríði við Bandaríkin.
Ræða Yamamotos var elcki
svipuð þessum venjulegu hvatn-
ingarræðum við svipuð tækifæri.
Hann sagði mönnunum umbúða-
laust, að Japanir vonuðu auð-
vitað að geta komið óvinunum
aigerlega á óvart, en samt ættu
allir að vera viðbúnir „geysi-
legri mótspyrnu Bandaríkja-
manna." Japan hafði orðið að
berjast við marga virðingarverða
mótstöðumenn á hinum dýrlega
ferli sínum, Mongóla, Kínverja
og Rússa, en hann lagði áherzlu
á það, að nú væru Japanir að
leggja til atlögu við sterkasta og
úrræðabezta óvininn. Yamamoto
viidi augsýnilega forða mönnum
frá því að vera allt of öruggir
uin sigur.
Að ræðunni lokinni var hald-
ið skilnaðarhóf. Mikil alvöru-
blær hvíldi yfir því. En í því
lýsti Yamamoto alveg umbúða-
laust yfir skoðun sinni á fyrir-