Úrval - 01.06.1964, Síða 164
154
ÚRVAL
desember, og þ. 3. desember
sendi fréttamafiur New York
Times fréttaskeyti frá Tokyo,
þar sem þessi ferð skipsins var
álitin „merki um, að ekki væri
líklegt, að neitt óvænt gerðist
nú um hrið, hvað Japan snerti.“
Þessi blekking Japana varð svo
augljós, þegar Tatuta Maru
breytti um stefnu eftir 7. des-
ember og sneri aftur til Japan.
„NJÓTTTJ FRIÐARDRAUMA
ÞINNA !“
A sjöunda degi siglingar á-
rásarflotans losaði fyrirskipun
ein frá Tokyo Nagumo að
minnsta kosti undan einum þætti
áhyggna þeirra, er þjökuðu
hann. Þetta var þ. 1. desember
austan við alþjóðlegu tímamarka-
línuna (en 2. desember í Japan,
þ. e. sama daginn og Tatuta Maru
hóf blekkingarferð sína). En
skipunin hljóðaði svo: „KUfið
Niitakafjnll". Þetta var dulmáls-
merkið um, að ekki hefði orðið
af samningum og nú vteri styrj-
öld óumflýjanleg. Og nú fyrst
var tilkynnt um árásardaginn:
7. desember.
Flotinn var nýlega sloppinn
yfir hið hættulega svæði fyrir
norðan bandarísku flotastöðina
á Midwayeyju. Það hafði ríkt
mikil eftirvænting meðal árásar-
manna og nokkur taugaþensla,
þvi að mögulegt var, að handa-
rískt skip eða flugvél uppgötv-
aði ferðalag hins stóra flota.
Var álitinn töluverður mögu-
leiki á slíku. En líkt og fyrir
kraftaverk urðu óvinirnir alls
ekki varir við ferðir flotans.
Varð það árásarmönnum til mik-
ils hugarléttis, og tóku þeir nú
að búast til atlögu af hinu mesta
kappi. Nomura sendiherra og
hinum sérstaka sendimanni, Sa-
buro Kurusu, hafði verið skipað
að halda áfram friðarsamninga-
umleitunum í Washington. Vöktu
viðræður þessar geysilega at-
hygli bandarísku þjóðarinnar
næstu daga, og fluttu blöðin stöð-
ugar fregnir af þeim.
Þ. 6. desember var hvert skip
árásarflotans birgt upp af olíu,
eftir því sem frekast var unnt,
og olíuflutningaskipin voru send
á ákveðinn stað, þar sem flot-
inn átti að mæta þeim að lok-
inni árásinni, en þrjú þeirra
höfðu þegar verið send heim til
Japan. Skömmu eftir hádegi
voru allar áliafnir skipa og flug-
véla kallaðar upp á þilfar. Þar
var tilkynning keisara um styrj-
öld lesin, og á eftir henni þessi
orðsending frá Yamamoto: „Ör-
lög keisaraveldisins eru komin
undir þessari einu orusfu. Sér-
hver maður verður að gera sitt
bezta.“
Skipin sigldu síðan á hraðri
ferð í suðurátt til staðar þess,