Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 169
Kjarnorkusprenging þurrkaði út
mannkynið. Síðasta lífveran, sem
var api, kom út úr helli sínum,
nuggaði augun og leit í kringum
sig. Hann reyndist samt ekki vera
síðasta lífveran, því að nokkrum
dögum síðar kom apynja út úr
öðrum helli. „Heyrðu, áttu nokkuð
að éta?“ spurði karlapinn. Apynj-
an sneri orðalaust inn í helli sinn
og kom að vörmu spori út með
epli, sem hún rétti karlapanum.
Karlapinn leit á það og sagði svo:
„Nei, góða! Þér skal nú ekki verða
kápan úr því klæðinu að byrja á
því öllu á nýjan leik!“
C. Manna.
Fyrir frarnan skakka turninn í
Pisa stendur gamall maður. Þegar
skemmtiferðamennirnir leggja bíl-
um sínum nálægt turninum, rétt-
ir hann þeim bréfmiða með ítölsk-
um teksta og krefur þá um 20
lírur. Þeir halda, að þetta sé stöðu-
gjaldið, og borga flestir möglun-
arlaust. Nýlega fékk einn ferða-
maðurinn ítölskum vini sínum mið-
ann og bað hann að þýða hann
Það kom í ljós að gamli mað-
urinn var að selja bíleigendunum
tryggingu gegn því, að turninn
ylti um koll. B.T.
Eitt sinn gerðist ég ofboðslega
djarfur og tók að kaupa verðbréf
og hlutabréf alveg hugsunarlaust.
Þannig komst ég á lista samvizku-
lausra verðbréfaprangara yfir auð-
veld fórnardýr, og brátt tóku þeir
að hringja í mig i viku hverri og
hvetja mig til þess að gera nú al-
veg stórkostleg kaup.
Ég var þá læknir á elli- og fá-
tæktarheimili héraðsins. Dag einn
er hringt til mín í landssímanum,
þegar ég var nýfarinn af stað
til fátækraheimilisins. Hjúkrun-
arkonan mín var stödd i lækninga-
stofu minni og tók símann. Og
svar hennar losaði mig undan á-
sókn prangaranna fyrir fullt og
allt. „Því miður,“ sagði hún, „hann
er nýfarinn á fátækraheimilið."
R. Stewart.
Ungu hjónin voru nýflutt inn í
íbúðina og héldu geysilegt hóf.
Útvarp og grammófónn var í full-
um gangi, allir hrópuðu, æptu og
sungu, og litill maður spilaði á
flygilinn, líkt og hann væri á á-
kvæðisvinnu. Þá hringdi síminn
allt í einu.
Húsmóðirin svaraði. Hún hlust-
aði með áhyggjusvip í augnablik,
svo lagði hún tækið frá sér, sneri
sér að manninum sínum með sig-
urbrosi á vör og sagði: „Mikið
er ég íeginn, að við tókum ekki
íbúðina á hæðinni fyrir neðan
okkur. Fólkið þar var einmitt að
hringja og segja mér, að það væri
svo hryllilegur hávaði þarna niðri.“