Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 25
BIFREIÐAREIGANDI i RÚSSLANDI
23
Ég burðast með brúsana og velti
þvi fyrir mér, hvers vegna fyrir-
komulagið þurfi að vera svona.
Flestar bensínstöðvar í Moskvu hal'a
birgðir af öllum olíutegundum, en
á verkstæðinu var aðeins til feiti.
Samt er verð á öllum vörum, þar
með taldar smurolíur, 10% bærra á
verkstæðum, samkvæmt lögum.
Þetta myndi verða hagnaður fyrir
verkstæðið. Og einnig myndi það
verða mér, viðskiptavininum, auð-
veldara. Ég hugsa mér, að ef gert
væri ráð fyrir, að bifreiðaeigendur
myndu kaupa 100 tonn af vélaolíu
hjá hinum nýju bifreiðaverkstæð-
um í Moskvu einni, myndi það svara
til 4000 rúblna viðbótartekna ár-
lega lil ríkisins. Ennfremur bind
ég mig við eina oliutegund, þótt
fjórar tegundir séu raunverulega
nauðsynlegar. Og að siðustu, hvers
vegna taka þeir ekkert tillit til þess
atriðis að reyna að gera viðskipta-
manninum hægara um vik.
Smurningsvandamálið er ekki
hið eina. Verkstæðin liafa enga
varahluta. Ef skipta þarf um legur
eða vélarþétti, eða nýtt framljós
vantar, þá verður einhver að hlaupa
út í búð og kaupa það. Og það er
engin málning til á málningarverk-
stæðinu. Maður verður að hafa með
sér málningu, ef draga þarf yfir
smáskrámu.
Ég á sárlega erfitt með að skilja
þetta allt saman. Ef verkstæðin
geta selt marga varahluta, máln-
ingu og efni fyrir 10% hærra verð,
hvers vegna láta þau verzlanirnar
annast þessi viðskipti? Þetta fyrir-
komulag verður einnig til þess, að
um leið og margar þessar vörur
koma í búðirnar komast þær í hend-
ur prangara eða bifreiðaeigenda,
sem hamstra, ef vera kynni, að
slíkt kæmi í góðar þarfir síðar. Það
er ekkert vit í þessu.
Allar þessar einföldu athugasemd-
ir skipta engu máli fyrir þá, sem
umsjá hafa með sölu og dreifingu
varahluta og efnis. Embættismenn
markaðsstjórnar Chief Petroleuin
Products ganga ötullega fram í því
að tryggja það, að enginn keppi
við bensínstöðvar þeirra. Við-
skiptamálaráðuneyti rússneska lýð-
veldisins lætur verkstæðum i té
áætlun um sölu varahluta en neita
að útvega þá. Fyrir embættismenn
menningar- og viðskiptamálanefnd-
ar rússneska lýðveldisins er óhugs-
andi að til mála komi að færa
„þeirra“ birgðir af nauðsynlegum
bifreiðavarahlutum yfir til félaga
„einhverra annarra aðila.“
Yfirmenn bifreiðaverkstæðanna
gera allt, sem Jieir gcta til að halda
bílaeigendum frá bílum sínum með-
an viðgerð fer fram. Félagi
Kuzminov kvartar yl'ir jívi, að
borgaryfirvöldin í Moskvu skipi svo
fyrir, að unnið sé á tvískiptum vökt-
um, en svo er talað um að erfitt
sé að fá góða bifvélavirkja, og
tímatöflur fyrir hin ýmsu verk hafa
ekki verið gerðar. Hingað til hefi
ég ekki einu sinni getað fengið leyst
af hendi fyrsta verkið, bílhreins-
unina.
Verið er að rcisa bílaþvottastöðv-
ar við allar akbrautir, sem liggja
til Moskvu. Sú fyrsta var nýlega
opnuð á Varsjá-þjóðveginum. Þar
er talsvert starfslið: framkvæmda-
stjóri, fjórir verkstjórar, einn