Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 34

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL leysá sambandsmálið á farsælan hátt. Það tókst honum að vísu ekki, en hér verða þau mál ekki nánar rakin, því það fellur fyrir utan ramma þessa erindis. Annars er þetta viðburðaríkt tímabil, en varð Hannesi Hafstein mjög andstætt, gamlir samherjar snerust gegn honum, og var mikið af málum stjórnarinnar beinlínis fellt af stjórnarandstöðunni. Hann- es Hafstein þótti of undanlátur gagnvart Dönum í sambandsmálinu og stjórnarskrármálinu, jafnvel Hka í fánamálinu og fleiri málum. Á þinginu 1913 hafði enn verið samþykkt frumvarp um breytingar á stjórnarskránni og var því Alþingi rofið og' boðað til nýrra kosninga vorið 1914. Tvö árin næstu á und- an hafði flokkaskiptingin riðlazt mjög og útkoman af kosningunum og afstaða hins nýkosna þings til stjórnarinnar var því í nokkurri ó- vissu. Líklegt mátti þó telja, að Heimastjórnarflokkurinn mundi verða í minni hluta, er þing kæmi saman í júlí, enda reyndist svo. Hannes Hafstein fór í maímánuði á kosningafund, eins og venja var, með frumvörp, sem stjórnin ætlaði að leggja fyrir þingið. Hann beið nú ekki þess, að þingið kæmi saman, eins og hann hafði gert árið 1909, heldur baðst hann lausnar frá ráð- herraembættinu í þessari ferð. Það skeði hinn 27. maí 1914, en konung- ur fól honum að geg'na embættinu áfram þar til þingið gæti bent á eftirmann hans. Það var því eitt af fyrstu verk- efnum þingsins, er það kom saman hinn 1. júlí 1914, að tilnefna mann í embættið. Strax á fyrsta degi þingsins skýrði Hannes Hafstein ráðherra frá lausnarbeiðni sinni formlega, en sagði jafnframt, að það hefði ekki verið tilætlunin, að ráð- herraskipti færu fram á milli þinga. Hins vegar hefði honum þótt máli skipta, að þingmenn vissu í tíma, að þeir þyrftu ekki að beita neinu harðfylgi til að koma honum frá ráðherraembættinu. Hann bað þing- menn um að láta sig vita, hvaða óskir meiri hluti þings hefði um skipan ráðherrastöðunnar og láta sig síðan vita niðurstöðuna, svo að hann gæti skýrt konungi frá henni. Stj órnarandstæðingar voru fyrst, og fremst Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði unnið verulega á í kosning- unni þá um vorið, en auk þess voru nefndir bændaflokksmenn í and- stöðu við stjórnina. Höfðu þingmenn þessara flokka samstarf sín á milli, en þeir voru alls 24, þar af 6 úr bændaflokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn var þó langt frá því að vera ein heild, heldur var hann marg- klofinn að talið var. Afleiðingin af þessu var m. a. sú, að enginn einn maður var þar, sem sjálfkjörinn gat talizt í ráðherraembættið. Á- kveðið var að láta fara fram leyni- lega kosningu meðal þingmanna um ráðherraefnið. Ætla hefði mátt, að Skúli Thoroddsen hefði verulegt fylgi, en svo reyndist ekki þegar atkvæðagreiðsla hófst, og dró hann sig þá alveg til baka. Margir fundir voru haldnir og fjölmargar atkvæðagreiðslur. Við þær virtist fylgið einna helzt bein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.