Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 36

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL því, að þau væru íslenzk sérmál og að þau hefðu ekki inni að halda ákvæði, er snertu sameiginleg rík- ismál. Eftir þessar umræður tók ráðherrann aftur tillögu sína um staðfestingu stjórnarskrárinnar, þar sem honum þótti fyrirvara Alþingis ekki fullnægt með þeim undirtekt- um, sem fyrirvarinn fékk hjá kon- ungi. Jafnframt tók hann afleiðing- unum af þessum ágreiningi við kon- ung og sagðist verða að tilkynna honum, að hann mundi beiðast lausnar þegar er hann hefði fengið tækifæri til þess að bera upp þau mál frá síðasta Alþingi, sem enn hefðu ekki verið til lykta leidd. Hér var einkum um fánamálið að ræða, en konungur vildi líka fresta afgreiðslu þess vegna tengsla við stj órnarskrána. í lok ríkisráðsfundarins afhenti ráðherrann lausnarbeiðin sína, en lýsti því yfir, að hann mundi, sam- kvæmt ósk konungs, gegna embætti áfram fyrst um sinn. Fór Sigurður Eggerz nú heim til íslands eftir að málið var strand- að í bili og var málum hans mis- jafnlega tekið við heimkomuna. Flokksmenn hans tóku honum hið bezta og álitu, að vel hefði verið á málinu haldið, en aðrir, og þá fyrst og fremst Heimastjórnarmenn, voru óánægðir með, að stjórnarskráin skyldi ekki hafa verið staðfest, þar sem breytingarnar, sem gera átti á henni, voru bæði margar og þýð- ingarmiklar. Hvað sem menn annars vilja álíta um fyrirvarann verður ekki annað sagt um Sigurð Eggerz, en að hann hafi fylgt meiri hluta Alþingis hreinskilnislega og einarðlega fram gagnvart konungi og dönskum st j órnarvöldum. Eftir að Sigurður Eggerz kom heim með stjórnarskrárfrumvarpið óstaðfest, hófust mikil fundarhöld og blaðaskrif um málið, sem héldu áfram næstu vikur, en konungur mun hafa haft samband við ráða- menn hér heima um viðhorfið og hvað vænlegt væri að gera til þess að leysa vandamálið. Gekk svo þar til um miðjan febrúar, að konung- ur kvaddi Hannes Hafstein til fund- ar við sig og þremur vikum síðar boðaði konungur þá Einar Arnórs- son, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson á sinn fund, til þess að ráðgast við þá um stjórnmálahorf- urnar, en konungur hafði á áður- nefndum ríkisráðsfundi 30. nóvem- ber 1914 látið uppi, að hann hefði í hyggju að ráðgast við ýmsa stjórn- málamenn. Þremenningarnir komu heim úr ferð sinni með tillögur um lausn stjórnarskrármálsins ogurðuumþær miklar umræður og deilur. Fyrst í stað var fjallað um tillögurnar á leynifundum, því fara átti með þær sem algert trúnaðarmál. Á meðan þessar umræður og fundarhöld stóðu yfir, var Einar Arnórsson hinn 4. maí 1915 skipaður ráðherra fs- lands, og hið einkennilega við þá skipun er, að hann hlaut ráðherra- embættið nánast af tilviljun. Var þetta í fyrsta skipti, sem ráðherra var skipaður í embætti, er Alþingi sat eigi á rökstólum. Er verið var að ræða tillögur þremenninganna, höfðu þeir skipzt á nokrum sím-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.