Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
því, að þau væru íslenzk sérmál
og að þau hefðu ekki inni að halda
ákvæði, er snertu sameiginleg rík-
ismál. Eftir þessar umræður tók
ráðherrann aftur tillögu sína um
staðfestingu stjórnarskrárinnar, þar
sem honum þótti fyrirvara Alþingis
ekki fullnægt með þeim undirtekt-
um, sem fyrirvarinn fékk hjá kon-
ungi. Jafnframt tók hann afleiðing-
unum af þessum ágreiningi við kon-
ung og sagðist verða að tilkynna
honum, að hann mundi beiðast
lausnar þegar er hann hefði fengið
tækifæri til þess að bera upp þau
mál frá síðasta Alþingi, sem enn
hefðu ekki verið til lykta leidd.
Hér var einkum um fánamálið að
ræða, en konungur vildi líka fresta
afgreiðslu þess vegna tengsla við
stj órnarskrána.
í lok ríkisráðsfundarins afhenti
ráðherrann lausnarbeiðin sína, en
lýsti því yfir, að hann mundi, sam-
kvæmt ósk konungs, gegna embætti
áfram fyrst um sinn.
Fór Sigurður Eggerz nú heim til
íslands eftir að málið var strand-
að í bili og var málum hans mis-
jafnlega tekið við heimkomuna.
Flokksmenn hans tóku honum hið
bezta og álitu, að vel hefði verið
á málinu haldið, en aðrir, og þá fyrst
og fremst Heimastjórnarmenn, voru
óánægðir með, að stjórnarskráin
skyldi ekki hafa verið staðfest, þar
sem breytingarnar, sem gera átti
á henni, voru bæði margar og þýð-
ingarmiklar.
Hvað sem menn annars vilja álíta
um fyrirvarann verður ekki annað
sagt um Sigurð Eggerz, en að hann
hafi fylgt meiri hluta Alþingis
hreinskilnislega og einarðlega fram
gagnvart konungi og dönskum
st j órnarvöldum.
Eftir að Sigurður Eggerz kom
heim með stjórnarskrárfrumvarpið
óstaðfest, hófust mikil fundarhöld
og blaðaskrif um málið, sem héldu
áfram næstu vikur, en konungur
mun hafa haft samband við ráða-
menn hér heima um viðhorfið og
hvað vænlegt væri að gera til þess
að leysa vandamálið. Gekk svo þar
til um miðjan febrúar, að konung-
ur kvaddi Hannes Hafstein til fund-
ar við sig og þremur vikum síðar
boðaði konungur þá Einar Arnórs-
son, Guðmund Hannesson og Svein
Björnsson á sinn fund, til þess að
ráðgast við þá um stjórnmálahorf-
urnar, en konungur hafði á áður-
nefndum ríkisráðsfundi 30. nóvem-
ber 1914 látið uppi, að hann hefði
í hyggju að ráðgast við ýmsa stjórn-
málamenn.
Þremenningarnir komu heim úr
ferð sinni með tillögur um lausn
stjórnarskrármálsins ogurðuumþær
miklar umræður og deilur. Fyrst
í stað var fjallað um tillögurnar á
leynifundum, því fara átti með þær
sem algert trúnaðarmál. Á meðan
þessar umræður og fundarhöld
stóðu yfir, var Einar Arnórsson hinn
4. maí 1915 skipaður ráðherra fs-
lands, og hið einkennilega við þá
skipun er, að hann hlaut ráðherra-
embættið nánast af tilviljun. Var
þetta í fyrsta skipti, sem ráðherra
var skipaður í embætti, er Alþingi
sat eigi á rökstólum. Er verið var
að ræða tillögur þremenninganna,
höfðu þeir skipzt á nokrum sím-