Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 13
LEYNDARMÁL SVISSNESKU BANKANNA
11
og fjármuni aðra en fasteignir,
og marga Þjóðverja, sem eiga gull
árið 1965, þar að auki Spánverja,
Líbanonbúa og Sýrlendinga og
fjölda Afríkumanna og Suður-
Ameríkumanna.
í öðrum flokknum eru þjóðhöfð-
ingjar eða valdamiklir menn að
tjaldabaki í flestum ríkjum heims-
ins. Þetta fólk hefur engar áhyggj-
ur af skattheimtumönnunum. I
sumum ríkjum er þetta fólk einmitt
skattheimtumenn eða nýtur a.m.k.
góðs af innheimtukerfi því, sem
ríkisreksturinn hvílir á. En því er
samt af ýmsum ástæðum ekki rótt.
Staða þess er óörugg.
Segja má, að flestir Evrópubúar
teljist til þriðja flokksins öðru
hverju, t.d. á áratugnum milli 1929
og 1939 og á nýjan leik, þegar kalda
stríðið færist öðru hverju í aukana.
Árið 1965 mætti telja þar á meðai
næstum alla þjóðhöfðingja og mestu
valdamenn Suður-Ameríkuríkjanna
og jafnvel suma minni háttar kaup-
sýslumenn þar, einnig auðmenn í
hinum nálægu Austurlöndum og
Arabalöndum yfirleitt, sem kvíða
því, hvað morgundagurinn ber í
skauti sínu.
Fjórði flokkurinn er yfirgrips-
mestur. Er þar einkum um að ræða
borgara á Vesturlöndum, en alls
ekki hinn venjulega borgara, held-
ur þá, sem vinna sér inn miklar,
skattskyldar og ójafnar tekjur. All-
ir slíkir eiga við skattavandamál
að stríða.
Fólk í öllum fjórum flokkunum
sefur rfliklu betur, ef því tekst að
yfirfæra a.m.k. svolítinn hluta eigna
sinna til Sviss. Sýrlenzkir kaupmenn
gera sér grein fyrir því, að pólitísk-
ir ævintýramenn, sem verða skyndi-
lega valdamiklir, kunna ef til vill
að skjóta þá, en þó veitir sú full-
vissa þeim dálitla ánægju, að rót-
tækar ríkisstjórnir geta samt ekki
náð tangarhaldi á fé þeirra.
Svissneska -þjóðin hefur alltaf
sýnt bæði einstaklingum og fé hina
mestu gestrisni. Á 17. öld skutu
Svisslendmgar skjólhúsi yfir Húge-
nottana og fé þeirra. Þannig hófst
svissnesk bankastarfsemi í nú-
tímaskilningi þess orðs. Síðar tóku
Svisslendingar á móti flýjandi aðals-
fólki frá Frakklandi. Síðar hélt að-
alsfólkið svo heim aftur, en skildi
eftir töluverðan hluta af auðæfum
sínum í Genf. Sérhver stjórnar-
bylting í heiminum hefur sent nýj-
an hóp flóttamanna til Sviss, allt
frá stjórnleysingjum til afdankaðra
konunga. Svissnesk gestrisni var
nægilega víðfeðm til þess að skjóta
bæði skjólhúsi yfir Elísabetu, keis-
araynju Austurríkis, og Luccheni,
stjórnleysingjann, sem myrti hana
í Genf. Þar var í senn nægilegt
rúm fyrir arabiska uppreisnarmenn
frá Alsír og Farouk, fyrrverandi
Egyptalandskonung.
Margt erlent fólk, sem leggur fé
inn í svissneska banka, er þar með
orðið að sakamönnum í heimalandi
sínu eða hefur brotið sakalög við-
víkjandi útflutningi fjármagns. Og
því hvílir nú slík leynd, jafnvel
hálfgerður afbrotablær, yfir sviss-
nesku bönkunum, sem áður voru
sérstaklega virðulegar stofnanir.
Allar þessar erlendu innistæður veita
svissneskum bankastjórum þýðing-