Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 52
Ógleymanlegur maður
Jón Magnússon
Ósmann
Eftirminnilegur
maður
og staður
Eftir Hallgrím Jónasson.
éraðsvötnin í Skaga-
firði eru að einu leyti
einkennilegt vatnsfall.
Farvegir þeirra og rás
er ekki lík leið neinn-
ar annarrar ár á landinu, stórrar
né smárrar. Hugsum okkur t. d.
bambusstöng, sem klofin væri í
báða enda all djúpt í átt að miðju.
Síðan væri hinar klofnu álmur
sveigðar út, hver frá annarri, þann-
ig, að all breitt bil myndaðist milli
þeirra við hvorn enda. Kemur þá
fram form ekki ósvipað því sem
þtu hafa í aðaldráttum.
Að sunnan myndast þau úr tveim-
ur megin vatnsföllum, Jökulsá vest-
ari og Jökulsá austari. Koma þær
saman nokkru neðar en byggð hefst
í dölum þeim tveim, er þær falla
um, og heita eftir það Héraðsvötn,
sem kunnugt er. Tólf til fimmtán
km frá sjó, klofna þau í tvær álm-
ur. Falla þær hvor sínu megin við
50
Hegranesið til sjávar og eru ekki
ósvipaðar að vatnsmagni. Heitir
Vestur- og Austurós þar er Vötnin
falla í fjörðinn.
Héraðsvötn eru án efa eitt mann-
skæðasta vatnsfall á landinu eða
voru m. k. meðan hvergi fannst á
þeim brú.
í sóknarlýsingum á annað hundr-
að ára gömlum eru þau kölluð „mik-
ið vatnsfall og afar mannskætt."
Kláfferjur voru á þeim á einstöku
stað og vöð sömuleiðis. En nokkru
fyrir síðustu aldamót varð sú mikla
samgöngubót í héraðinu, að drag-
ferjur komu til sögu. Þær gátu borið
mikinn þunga, t.d. milli 10—20
hesta, auk farangurs og fólks. Fyrsta
ferjan var smíðuð af þeim Einari
Guðmundssyni á Hraunum og Sig-
urð Ólafssyni á Hellulandi. Var í
byrjun ráðgert að hafa þær líkar
svifferjunum norsku, en ekki þótti
ÚRVAL