Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 72
70
moldinni írá greftrinum mokað upp
í haug, sem efst var hellulagður
og var 40—50 m. í þvermál. Stund-
um bar allan hauginn u.þ.b. 4—5
metra yfir umhverfið.
Allir grafháugarnir á Altai-svæð-
inu hafa verið rofnir af grafarræn-
ingjum á nákvæmlega sama hátt,
augsýnilega af mönnum. sem þekktu
gerð þeirra fullkomlega. Ræningj-
arnir grófu fyrst rennu niður á
timburþakið yfir grafarklefanum og
skáru síðan op á þakið, sem var
nógu stórt til að maður gat rennt sér
í gegnum það niður í klefann. Vana-
lega tóku þeir öll verðmæti sem ekki
voru of þung til að taka með sér.
Þeir ómökuðu sig sjaldan til að grafa
inn í millihólfið, þar sem hestarnir
voru jarðsettir, af því að það var
erfitt að leita í grjótinu og mold-
inni, sem var í haugunum yfir þeim,
og þar eð ekkert sérlega verðmætt
var grafið með hestunum.
Það lítur út fyrir að þessar graf-
ir hafi verið rændar alllöngu eftir
að þær voru grafnar — og má sjálf-
sagt mæla það í kynslóðum. í fyrsta
lagi hafa grafarránin verið fram-
kvæmd án nokkurrar leyndar, en
það bendir til þess, að ekki hafi bú-
ið í nágrenninu afkomendur hinna
látnu til að hindra ránin. Þetta
bendir til, að liðið hafi alllangur
tími milli greftrananna og ránanna.
Á hinn bóginn bera timburþökin,
sem ræningjarnir hjuggu sér leið í
gegnum, þess merki að þeir hafi
notað til þess frumstæðar málmaxir,
en það þýðir, að ránin hafa átt sér
stað fyrir mjög löngu síðan. Senni-
lega hafa grafarræningjarnir verið
Tyrkir, sem réðust upp í Altai-
ÚRVAL
fjöllin laust eftir þriðju öld fyrir
Krist.
Grafarklefarnir sem ræningjarnir
heimsóttu, fundust síðar í mikillí
óreiðu og leifum líkanna var dreift
víðsvegar, og föt þeirra voru sund-
urtætt og höfuð þeirra og limir
stundum höggnir af, augsýnilega
til að ræningjarnir gætu náð af þeim
hálsböndum, armhringjum og öðr-
um skartgripum. I einni gröf höfðu
þeir t. d. hálshöggvið bæði mann
inn og konu hans og lík konunnar
vantaði báða fætur og hægri hönd-
ina. Filt-fóðrið hafði verið rifið af
veggjum klefans, augsýnilega til að
fjariægja koparnagla sem það hafði
verið fest með.
Á því leikur enginn vafi, að það
sem fornleifafræðingarnir fundu í
Altai-gröfunum, var aðeins lítill
hluti af upphaflegu innihaldi þeirra,
Þrátt fyrir það sýna rændu grafirnar
mynd, sem er miklu nákvæmari en
aðrar grafir hafa sýnt, þakkað veri
ísnum, sem hefur varðveitt leifarnar.
f fyrsta lagi voru líkin í furðu
góðu ástandi — þar sem jafnvel
hár og húð hafði lítt sakað. Þau
höfðu verið smurð af vandvirkni.
Heilinn inrtyflin og vöðvahlutar
höfðu verið fjarlægð, og til þess að
halda ytri lögun líkamans var hann
uppstoppaður með grasi eða hári,
og húðin hafði meira að segja verið
saumuð saman með þráðum úr hári.
Húð karlmanna var þakin tattóver-
ingum og voru það dýramyndir í
hinum táknræna skýþíska stíl. Á öll-
um líkunum var hár og skegg alveg
eða að nokkru leyti rakað af, en
fyrir jarðarförina var fest hár á