Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
sendingu frá föSur hans, áður en
við skiljum," sagði hann.
„Þú getur flutt honum orðsend-
inguna,“ svaraði Del önuglega. „En
reyndu bara ekki að læða hníf til
hans. Ef þú gerir það, færðu kúlu
inn á milli rifjanna.“
Hann gekk dálítinn spöl frá þeim
og Hálfa Ör sagði nú við frænda
sinn: „Nú tala ég fyrir munn föður
þíns, Sannur Sonur,“ hóf hann máls.
„Þessi eru orð hans: „Sannur Son-
ur. Manstu, þegar við vorum einu
sinni á veiðum hjá Hvítu-Konu-
ánni? Við sáum björn, og skotið
mitt braut í honum hrygginn. Björn-
inn féll til jarðar og byrjaði að
gráta eins og pardusdýrið Lang-
rófa.“ Faðir þinn gekk að honum
og lamdi hann beint á trýið með
hleðslustaf sínum. Hann sagði:
„Hlustaðu á mig, bangsi. Þú ert
heigull, en ekki sú stríðshetja, sem
þú þykist vera. Þú veizt, að ætt-
flokkar okkar eiga í styrjöld hvor
við annan. Hefðir þú sigrað mig,
hefði ég tekið því með hugrekki og
dáið sem stríðshetja. En þú, bangsi,
situr þarna og kjökrar eins og göm-
ul kerling. Þú gerir ættflokki þín-
um skömm með framkomu þinni.
Sannur sonur manstu þetta?“
„Ég man það,“ stundi drengur-
inn. „Segðu föður mínum, að ég
muni bera smán mína sem sannur
Indíáni og muni bíða átekta, þang-
að til hinn rétti tími kemur til þess
að hefjast handa.“
Hálfa Ör gekk nokkur skref frá
honum, og Sannur Sonur óð út í
ána. Það dýpkaði stöðugt, þangað
til vatnið tók honum í bringu. Hann
skalf, en hann sneri sér ekki við.
Hann leit ekki við, fyrr en hann
var kominn upp úr og stóð þarna
skjálfandi á hinum bakkanum. Hin-
um megin árinnar gat hann komið
auga á tvær mannverur. Það voru
þeir Hálfa Ör og Litli Hegri, sem
stóðu þarna frammi á árbakkanum.
Hann vissi að augnaráð þeirra fylgdi
honum eftir. Hann vildi, að hann
hefði getað lyft hendi sinni í kveðju-
skyni, en handleggir hans voru
reyrðir saman. Síðan gekk hann
af stað inn í skóginn ásamt félög-
um sínum.
„HANN ER EKKI FAÐIR MINN“
Allt, sem fyrir augu Sanns Sonar
bar í Carlisle, bæ hvítu mannanna,
var sem grópað í minni hans: opna
svæðið í miðjum bænum, þar sem
engin hús höfðu verið byggð, fjöldi
hvíts fólks, sem þrammaði þarna
um göturnar í yfirfrökkum eða slag-
kápum, með klúta eða hatta á höfð-
og fangarnir mitt á meðal þeirra,
líkt og dýr, sem færð eru til fórn-
ar. Hinn óbrotni Indíánabúningur
þeirra hlífði þeim ekki fyrir nöpr-
um vetrarvindinum, sem náði að
næða um bert hold þeirra.. Hver
fanginn á fætur öðrum var dreginn
fram gegn vilja sínum. Síðan roms-
uðu hvítu mennirnir upp því, sem
vitað var um æviferil hvers og eins,
og síðan voru þeir kallaðir fyrir,
sem héldu því fram, að þeir væru
nánustu ættingjar fangans. Stund-
um varð mannfjöldinn gripinn við-
kvæmni, jafnvel einnig margir af
hvítu hermönnunum. Fólk þurrkaði
sér um augun og snýtti sér. En
augu fanganna voru þurr, og svip-
ur þeirra var tjáningarlaus. Sönn-