Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 125
DRENGURINN, SEM NEFNDUR VAR . .
123
Hann fór aftur ú't til barnanna og
sagði blæjandi við þau: Já, það
er alveg satt, ég hefi greppitrýn,
finnst ykkur það ekki skrýtið. Börn-
in þögðu. Þessu höfðu þau ekki átt
von á, að hann færi að hlæja með
þeim. Gamanið af stríðninni var bú-
ið og stríðnin missti marks og þau
ertu hann ekki framar með þessu.
í annað sinn var það, þegar Jón-
atan fór í sundlaug með börnunum,
að þau ráku augun í hin stóru ör
eftir skurðina og einn drengjanna
spurði: — Ha, til hvers ertu með
þetta á þér?
— Þetta, sagði Jónatan kæruleys-
islega, er bara rennilás, sem ég
hefi til þess að hleypa lækninum
inn og tit fljótara.
Þessir atburðir og margir fleiri,
sýndu mér að Jónatan gat oftast
ráðið fram úr málum sínum sjálf-
ur, og þeir vöktu mig jafnframt til
umhugsunar um það, að það myndi
ekki heldur vera ástæða fyrir mig
til sjálfsmeðaumkvunar. Ég ákvað
að fara að dæmi hans.
Þá get ég leikið með.
Það var samt eitt, sem var nærri
búið að grafa undan sjálístrausti
•Jónatans og' það var, að hann átti
óhægt með að taka þátt í leikfimi
og þeim erfiðu æfingum og leikj-
um, sem henni fylgdu í skólanum.
Að verða að horfa á félaga sína
hamast í leik, en verða sjálfur stöð-
ugt að standa álengdar án þess að
vera fær um að taka þátt í leikn-
um, virtist ætla að verða honum
ofraun.
— Auðvitað verð ég bráðum fær
um að taka þátt í leikjunum. Er það
ekki, spurði hann oft og þetta var
spurning, sem alltaf olli mér jafn-
mikilli þjáningu. Ég fór stöðugt
undan í flæmingi. Staðreyndin var
sú, að honum veittist jafnvel erfitt
um gönguna til skólans, þó að stutt
væri. Læknarnir sögðu mér um
þessar mundir, að Jónatan myndi
þurfa að ganga undir annan upp-
skurð og nú til að reyna áð laga
hættuleg þrengsli í aðalslagæðinni
frá hjartanu. Jónatan varð auðvitað
hnugginn yfir þessu, en jafnaði sig
brátt og huggaði sig með eftirfar-
andi orðum: Þetta er ágætt, þá
verð ég fær um að taka þátt í öll-
um leikjunum.
Þessi hjartaaðgerð reyndi mikið
á hann og hann var slappur eftir
hana, þó að hann reyndi að bera
sig vel. Hann sendi mér að gamni
sínu þakkarbréf af sjúkrahúsinu: —
Elsku mamma, þakka þér fyrir, að
þú heimsækir mig daglega. Þú ert
indæl. Með ástarkveðju. Jónatan.
Hann teiknaði sjálfan sig með
apasmetti, og gleitt bros yfir allt
andlitið og hann hélt fingrunum á
lofti og myndaði V-merki Chuic-
hills.
Þessar myndir og hið góða skap
hans skemmti öllum, sem nálægt
honum komu. Stundum þegar ég
kom, heyrðist hlátur innan úr
sjúkrastofunni, og hjúkrunarkonan
sagði: — Já, nú er Jónatan kommn
á kreik, það ,getið þér verið viss
um, þegar allii\hlæja.
Þegar læknarriir svo sendu Jón-
atan heim, þá lögðu þeir blátt bann
við því, að hanní reyndi mikið á
sig. Jónatan lét séXað vísu segjast
i því efni, en reyndi e'ftir sem áður