Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 81

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 81
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 79 skap hvíta mannsins hafði um leið verið sópað burt, og í þess stað höfðu komið hinar hetjulegu hugsanir Indíánanna. Allt frá þeirri stundu hafði hann verið „Sannur Sonur“, blóðCuyloga og hold af hans holdi. Hann hafði búið þarna í 11 ár i litla Indíánaþorpinu við Tuscaraws- ána sem fullgildur meðlimur fjöl- skyldu hans. Hvernig var nú hægt að rífa hann burt af heimili hans líkt og unga hríslu úr jarðvegi sín- um og afhenda hann hvítu mönn- unum, sem voru óvinir hans? Slíkar hugsanir eltu hver aðra í ofsafengnu kapphlaupi í höfði hans allan morguninn, er hann var á göngu með föður sínum gegnurn skóginn. Hann hafði aldrei vitað til þess áður, að faðir hans hefði rangt fyrir sér. Var það hugsanlegt, að hann hefði rétt fyrir sér núna? Hafði hann sér óvitandi skilið eftir svo- lítið af blóði hvíta mannsins í æð- um drengsins, og var það þess vegna, sem nú varð að skila honum aftur til hvítu mannanna? Loks komu þeir auga á ljótu bjálkavirkin og ljósu tjöldin, sem hvíti herinn hafði reist við Musk- ingumárkvíslarnar, og drengurinn var viss um, að í líkama hans væri ekki að finna einn blóðdropa, sem þekkti þessi fyrirbrigði. Hann fyllt- ist mikilli andúð og jafnvel við- bjóði, er hann sá fyrstu hvítu menn- ina og fann lyktina af þeim. Hann neytti allra sinna ungu krafta og streittist á móti, reyndi að kom- ast burt. En faðir hans hélt honum föstum og dró hann síðan hrópandi og sparkandi að ráðstefnuhúsi hvítu mannanna og varpaði honum þar til jarðar. „Ég gaf loforð með munni mínum að koma með hann,“ sagði Cuyloga hvítu vörðunum. „Nú tilheyrir hann ykkur.“ Hann lá þarna á grúfu innan um hina fangana. Hann var viss um, að faðir hans var ekki farinn burt. Hann gat skynjað nærveru hans og fundið barkarilminn úr pípunni hans. Hvítur vörður kom á vett- vang, þegar rökkva tók. Hinir her- menirnir kölluðu hann Del. Lík- lega var það vegna þess, að hann gat talað Delaware, en það nafn höfðu hvítu mennirnir gefið Lenni Lenape-Indíánunum og máli þeirra. „Sannur Sonur“ heyrði Del segja föður hans, að allir Indíánar yrðu að yfirgefa tjaldbúðirnar, áður en nótt- in skylli á. Af hljóðinu að dæma á- leit drengurinn, að faðir lians væri að lemja öskuna úr pipu sinni og stinga henni á sig. Svo vissi hann, að hann var staðinn á fætur og stóð þarna yfir honum. „Farðu nú burt eins og Indíáni, Sannur Sonur,“ sagði hann lágri, skipandi röddu. „Gerðu mér nú ekki meiri skömm.“ Drengurinn heyrði fótatak hans fjarlægjast. Skrjáfið í blöðunum varð sífellt daufara og daufara og dó loks út. Og þegar hann reis upp, var faðir hans horfinn. Aldrei hafði staður sá, sem faðir hans var að halda til, verið eins skýr og fagur í huga drengsins. Hann gat séð Indí- ánaþorpið, baðað síðdegisgeislum haustsólarinnar, reykinn, sem lagði upp frá kofaröðunum tveim, og glampandi hvíta endurspeglun him-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.