Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 121
Hann hefði aldrei unnið
hina örvæntingarfullu haráttu fyrir lífi sínu,
án hinnar miklu leikni skurðlæknisins.
Undrið í þessari sögu,
sem hlýtur að snerta hjarta manns,
átti samt orsök sína í afli,
sem okkur er kunnara og tengdara
en skurðlistin og það er trú
og fórnfýsi móðurinnar.
Eftir Florence F. Kirk.
Drengurinn,
sem nefndur var
„greppitrýni“
hafa áhyggjur af andlitslagi sonar
míns. Sérfræðingurinn hafði sagt
mér, að Jónatan þjáðist af hjarta-
sjúkdómi, og hefði fæðzt með hon-
um, og ef allt færi eins og helzt
liti út fyrir, þá myndi hann fá
lungnabólgu innan skamms. Ef hann
lifði þá árás, þá myndi önnur fylgja
fljótlega á eftir og síðan koll af
kolli, þar til litla veika hjartað
þyldi ekki meira og þetta líf siokkn-
aði. Einnig var mér sagt, að það
væru lítil líkindi til að Jónatan gæti
nokkru sinni gengið, eða jafnvel
setið uppréttur hjálparlaust — og að
síðustu var mér sagt, að hann yrði
að öllum líkindum andlega vangef-
inn.
Bezta svarið.
— Farðu með hann
mAJH heim og elskaðu hann,
sagði sérfræðingurinn á
sjúkrahúsinu en sleppti
viðbótinni, sem þó vafa-
laust var í huga hans — meðan þú
hefur hann. Óttinn, sem hafði blund-
að með mér, allt frá fæðingu þessa
15 daga gamla sonar míns, Jóna
tans, brauzt nú upp á yfirborðið.
Mér var strax ljóst, þegar Jóna-
tan fæddist, að hann var ekki eins
og hin tvö börnin mín, sem bæði
voru heilbrigð. Enni hans undir
dökku og gisnu hárinu, var óeðli-
lega hátt og næstum ferhyrnt, og
augu hans voru of langt hvort frá
öðru.
En nú hafði ég fengið þann dóm,
að það væri minnst ástæða til að
Catholic Digest
119