Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 118

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 118
110 ÚHVAL mátt kjósa. Hún hafði að vísu verið sár, en þá átti hann samt eitthvert val. Hann gat snúið heim aftur hve- nær sem var. Þá höfðu þeir Hálfa Ör og Litli Hegri beðið hans sem tryggir vinir á hinum bakkanum, meðan hann óð yfir ána. Og meðan hann þræddi stíginn meðfram ánni í fylgd hvítu mannanna, hafði hann enn getað séð þá standa þarna síð- degismegin árinnar. Hann hafði séð hendur þeirra veifa til hans sem merki um tryggð þeirra og hjarta- hlýju í hans garð. En þegar hann kom núna yfir á árdegishlið árinnar og sneri sér við, stóð enginn þarna hinum megin. Þar fylgdist nú eng- inn með ferðum hans. Faðir hans var horfinn. Hann stóð þarna al- einn í skóginum við ána. Og framundan honum teygði sig hinn sundurskorni vegur hinna hvítu. Hann vissi, að vegur sá lá í áttina til manna, sem af eigin vilja klæddu líkami sína í þungan fatn- .að og smeygðu þannig fjötrum á sig líkt og aktygi eru lögð á hest. Hann vissi, að vegur þessi lá til manna, sem kusu að gerast þrælar sinna eigin eða annarra og lifðu tómu, gleðivana lífi langt frá hinu ástfólgna, villta frelsi Indíánans. Ungur skrifstofumaður fékk sér sæti í járnbrautarklefa við hliðina á gömlum manni, sem var niðursokkinn í dagblaðalestur, en út úr eyrum hans stóðu logandi kerti. Ungi maðurinn reyndi að dylja undrun sína, en að stundafjórðungi liðnum gafst hann upp. „Heyrið mig, mér þykir leitt að virðast vera svona hnýsinn, en vild- uð þér segja mér, hvers vegna þér eruð með þessi logandi kerti í eyrun- um?“ spurði hann. Gamli maðurin sýndi þess engin merki, að hann tæki eftir því, að ungi maðurinn var að yrða á hann, svo að ungi maðurinn þagnaði. En að öðrum stundarfjórðungi liðnum hætti hann allri mótspyrnu, lét und- an forvitninni, sló léttilega á hné gamla mannsins og spurði: „Mér þykii; leitt að virðast vera svona hnýsinn, en hvers vegna eruð þér með þessi logandi kerti í eyrunum?“ Gamli maðurinn brosti vandræðalega og svaraði: „Það þýðir ekkert að tala við mig. Ég get ekki heyrt orð með þessi logandi kerti í eyrun- um.“ EníjUsh Digest Teddy litli, 6 ára að aldri, var í dýragarðinum með móður sinni í fyrsta skipti. Þau höfðu numið staðar frammi fyrir búri með pokadýri í. Drengurinn virti skepnuna þegjandi fyrir sér svolitla stund og sagði svo: „Þetta hlýtur að vera eitt af þessum fornaldarskepnum, sem kenn- arinn hefur verið að segja okkur frá.“ „Nú, hvers vegna heldurðu ekki ,að þetta sé nútímadýr?" spurði móðir hans. „Nú, auðvitað af þvi, að það er enginn rennilás á pokanum þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.