Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 65
FORNAR SKÝÞAGRAFIR
63
Þverskurður af Skýþagröf við Pazyryk.
unum voru grafklefarnir þaktir
blágrýtishellum. Þetta lag var ekki
loftþétt, og grafklefarnir fylltust
fljótlega að ísköldu lofti í vetrar-
kuldunum í Altai. Þar eð kalt loft
er þyngra en heitt, hrakti hlýja loft-
ið það ekki burtu, á stuttum Altai-
sumrum, aðeins enn kaldara og
þyngra loft gat þrengt sér niður í
grafklefana. Við þetta urðu graf-
irnar að frystiklefum. í þeim varð-
veittust lík gamalla höfðingja, með
hesta sína, föt, og ýmsa muni.
Fundirnir í Altai hafa í fyrsta
sinn veitt okkur innsýn í þýðingar-
mikla forna menningu. Þessir hug-
hraustu riddarar tilheyrðu einum af
hinum stóru „villirnanna" hirðingja-
kynþáttum, sem á tímum Forn-
grikkja og Persa reikaði um steppur
Evrópu og Asíu, og voru nefndir
Skýþar af rithöfundum þeirra tíma.
Menn hafa þekkt mjög lítið til þess-
ara Skýþa — ef það má kalla þá
þessu nafni — í Mið-Asíu. Nú kem-
ur það í ljós í Altaifjöllunum, að
þessi fjarlæga og næstum gleymda
þjóð var í furðu nánu sambandi
við menningu Grikkja, Persa og
Kínverja og það sem meira er, list-
munir úr þessum gröfum sanna, að
sú þjóð, sem bjó þá til, var furðu
smekkleg og sjálfstæð í list sinni.
Fyrst má benda á að menn hafa
brotið heilann mikið um upphaf
og útbreiðslu þessara evrópsk-
asísku kynflokka. Um uppruna
þeirra er það vitað, að þeir flökk-
uðu um á norðurtakmörkum grískr-
ar og Vestur-Asíu menningar,
á steppunum frá Svartahafi
alla leið austur til Kína. Þeir verzl-
uðu við Grikki og Persa, og rændu
borgir þeirra þegar þeir sáu sér
fært. Þessar flökkuþjóðir stepp-
anna þróuðu sína eigin menningu
með sameiginlegum menningarein-
kennum. Þessari menningu lýstu
fornir rithöfundar sem skýþískri.
Herodot og aðrir grískir höfund-
ar hafa gefið nokkra mynd af lífi
Skýþanna, aðallega byggða á þeim
ættflokkum, sem komust í snertingu
við griska landnámsmenn á norður-