Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 115
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
113
in náðu svo langt. Indíánarnir
hlupu nú æpandi fram á bakkann.
Þeir hlóðu rifflana á nýjan leik
og hleyptu af, en báturinn komst.
undan. Honum var róið lífróður
meðfram fjarlægari bakkanum, og
hann fjarlægðist nú meira og meira.
IIVORKI RAUÐUR NÉ HVÍTUR
Drengurinn gerði sér ekki strax
grein fyrir því, hve alvarlegs eðlis
ákvörðun hans hafði verið. En þeg-
ar hann óð í áttina til bakkans
skildi hann það skyndilega. Hann
hafði svikið sína eigin bræður. Og
enginn bauð hann velkominn, er
hann klöngraðist upp bakkann.
Jafnvel Hálfa Ör sneri sér undan.
Hvað gat drengurinn sagt til þess
að fá þá til að skilja þessa ákvörð-
un hans? Hann skildi hana ekki
sjálfur. Hann stóð þarna blautur og
vansæll, á meðan stríðsmennirnir
drógu sig í hlé til þess að ræða
um hann. Öðru hverju heyrði hann
orð og orð á stangli: achgook —
snákur, schupijaw — njósnari! Síð-
an gripu þeir Vantrúarseggur og
Undir Hæðinni drenginn. Þeir bundu
hendur hans og fætur með vafn-
ingsviðarf lækj um. V antr úarseggur
tók kulnaða glóðarmola úr eldinum
og sverti helminginn af andliti
Sanns 1 Sonar. Undir Hæðinni sótti
hvítan leir fram á árbakkann. Og
með honum málaði hann hinn helm-
ing andlitsins hvítan.
Drengurinn vissi vel, hvað þetta
þýddi. Hér undir laufþaki skógar-
ins, í sjálfum heimkynnum Indí-
ánanna mundu réttarhöldin fara
fram. Hér yrðu örlög hans ákveðin.
Hér yrði felldur úrskurður um,
hvort hann skyldi hljóta þá með-
ferð, sem sótmálningin benti til,
eða hvort hann fengi að halda lífi.
Thitpan greiddi sitt atkvæði fyrst
með því að kasta stórum lurk á
bálið, sem gaf til kynna, að hann
vildi, að drengurinn yrði brenndur.
Og hver á fætur öðrum kastaði
sínum lurk á bálið. Þegar Hálfa Ör
sá, hvað verða vildi, sneri hann sér
undan og skjögraði inn í skóginn.
Sannur Sonur horfði meðaumkun-
araugum á eftir honum, er hann
hvarf inn í þykknið. Hann tók eftir
því, að sjálfur faðir hans beið, þang-
að til hinir höfðu allir greitt at-
kvæði. Hann skyldi verða síðastur
þeirra. Svo gekk hann að bálinu.
Sannur Sonur fann hjarta sitt herp-
ast saman. Hann var þess fullviss,
að faðir hans mundi einnig greiða
atkvæði gegn honum. En hann sá
nú, að faðir hans bar éngan lurk.
Þess í stað tók hann kulnaðan mola
upp úr bálinu. Steinþegjandi sverti
hann andlit sitt með honum, ekki
aðeins helming þess, heldur allt
andlitið og einnig báðar hendur
sínar. Þegar því var lokið, sneri hann
sér að þeim og ávarpaði þá.
„Bræður! Við hverju bjuggust
þið af mér? Bjuggust þið við því,
að ég stæði hérna aðgerðarlaus, á
meðan þið brennduð son minn á
báli? Sonur minn hefur ekki valdið
dauða neins okkar á meðal. Skrám-
urnar, sem við berum af hans völd-
um eru ekki á líkama okkar, heldur
stolti sem hefur verið sært. Bræður!
Verði sonur minn brenndur, hvern-
ig á ég þá að geta haldið heim aft-
ur og horft í augu hennar, sem býr
raeð mér í húsi mínu? Hvernig á ég