Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
lagt fram í þinginu frv. til laga um
breytingu á lögum nr. 17 3. október
1903 um aðra skipun á æðstu um-
boðsstjórn íslands. Samkvæmt 1. gr.
áttu ráðherrar að vera þrír og
skyldi konungur ákveða verksvið
þeirra. í 2. gr. var ákvæði um iaun
ráðherra. Samkvæmt 3. gr. var
landritaraembættið lagt niður.
Flutningsmenn frumvarpsins voru
þrír, þeir Matthías Ólafsson ráðu-
nautur, Skúli S. Thoroddsen yfir-
réttarmálaflutningsmaður og Jón
Jónsson á Hvanná. í athugasemd-
um (svo) við frumvarpið segir m.
a., að sú skipun, að einn maður
standi fyrir stjórn landsins, kunni
að hafa þótt sæmileg í öndverðu,
en sé það trauðla lengur. Störfin,
er undir stjórnarráðið heyri, séu
svo margvísleg, að enginn einn
maður sé til hlýtar fær um að leysa
þau vel af hendi. Þess er líka get-
ið, að málið um fjölgun ráðherra
hafi verið rætt allmikið út um land,
og sé mikil ástæða til þess að ætla,
að þjóðin felli sig við þessa breyt-
ingu.
Umræður um frumvarpið urðu
ekki miklar, enda mikill meiri hluti
þingmanna fyrirfram búinn að á-
kveða, að frumvarpið skyldi sam-
þykkt. Auk þess var svo lögð mikil
áherzla á að hraða afgreiðslunni,
að frumvarpið var samþykkt í
neðri deild þegar næsta dag, hinn
28. desember, og í efri deild dag-
inn eftir, 29. des. Aðalástæðurnar
fyrir fjölgun ráðherranna voru
taldar þær sömu og ég hef áður
getið, fjölbreytni starfanna. í Stjórn-
arráðinu, sem hefðu nú aukizt svo
mikið, að einn ráðherra gæti ekki
lengur annað þeim, og svo hættu-
ástandið, sem stafaði af stríðinu,
Þeir, sem andmæltu frumvarpinu,
töldu kostnaðinn af fjölgun ráð-
herranna nokkuð mikinn og álitu,
að óþarft væri að hraða afgreiðslu
málsins svo mjög. Sumir vildu binda
a. m. k. til bráðabirgða, fjölgun-
ina við stríðstímann og sjá svo, hvort
reynslan sýndi, að þörf væri þrig'gja
ráðherra.
Að loknum umræðum var frum-
varpið samþykkt með yfirgnæfandi
meiri hluta atkvæða, 20 atkvæðum
gegn 3 í neðri deild og 12 atkvæðum
gegn 1 í efri deild. Á nýjársdag
1917 voru lögin símuð út til kon-
ungs, sem staðfesti þau daginn eftir,
hinn 2. janúar 1917.
Þar með vai- þriggja ráðherra-
stjórn á íslandi lögfest orðin, og
tóku hinir þrír nýju ráðherrar við
völdum tveimur dögum síðar eða
hinn 4. janúar 1917.
Því er þanig farið með flest vandamál lífsins eins og Þessi flóknu
vegamót á mörgum hæðum og með ótal beygjum, sem sjá má rétt
fyrir utan stórborgirnar. Þött óliklegt megi virðast, Þá er ailtaf um að
ræða einhverja leið út úr ógöngunum.
Bill Vaughan