Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 76
74
ÚRYAL
stjörnum, og hin breiða brydding
þess er með myndum af skrýmsl-
um, flekkóttum hjörtum og' ridd-
urum. Hitt teppið er gert úr filti
með ámáluðum myndum. Það sem
einkennir það einkum er bekkur,
sem sýnir riddara með flaksandi
skikkju, framan við gyðju, sem sit-
urí hásæti og heldur á jurt í hend-
inni. Gerð og tækni þessa teppis
er greinilega skyld hinni grísk-
skýþísku list í Svartahafshéraðinu.
Þeir munir sem fundust hjá hest-
unum, lýsa nokkuð bæði tækninni
og listinni hjá þessari fornu hirð-
ingjaþjóð frá Altai.
Ásamt hestunum fundust hlutar
úr frumstæðum vögnum. Hjólin voru
úr ósamsettum viði, skorin úr lerki-
trjástofnum. Ef dæma má eftir slit-
merkjunum í öxulopunum, lítur
út fyrir að þessir vagnar hafi verið
notaðir til að aka grjóti upp í graf-
hauginn og síðan steypt í skilrúmið
meðan verið var að fylla það. í
fimmta grafhaugnum við Pazyryk
fundust stykki úr miklu fullkomnari
vagni — augsýnilega einskonar
skrautvagni með fjórum stórum
eikarhjólum. Kjálkarnir sýndu að
hann hafði verið dreginn af fjór-
um hestum.
Ég hefi gefið hér lauslegt yfirlit
yfir fundina í Altai-grafhaugunum,
en það er stórt safn, sem hefur verið
lýst í smáatriðum í ritum fornleifa-
fræðinga. Við spyrjum nú: Hvaða
þjóð var þetta - þessir listfengu
„villimenn“ sem lifðu í Altai-fjöll-
unum fyrir rúmlega 2000 árum
síðan?
Þess má strax geta að hún var ef-
laust af írönskum uppruna. Ullar-
teppið, sem fannst í fimmta Paz-
yryk-haugnum, og margir aðrir
hlutir, eru greinilega í írönskum
stíl. Auk þess skipa hin greinilegu
Svartahafs-áhrif og þau aðalein-
kenni, sem endurtaka sig í öllum
listaverkunum í hinum sérkenni-
lega dýrastíl, þjóðflokknum innan
hinnar skýþisku menningar sem var
ríkjandi meðal ættflokka Evrasíu.
Jafnframt sýna Altai-fundirnir
einnig náið samband við Kína. Þó
að flestir sem grafnir eru í haug-
unum, séu af evrópsku kyni, eru
þó nokkrir hreinir Mongólar. Auk
þess eru nokkrir af mununum —
eins og t.d. spegill og söðulklæði
með fínu silki bróderíi — kínversk-
ir að uppruna. Það bendir allt til
þess að Altai-svæðið hafi verið sá
staður, þar sem menningaráhrif
hinna skýþísku hirðingja og hins
forna Kína mættust. Hér var, að
þvi er virðist ein af yngstu greinum
indó-evrópskra þ.ióðflutninga, sem
stöðvaðist á þröskuldi Kína.
Kínversk skiöl frá þriðju og ann-
arri öld fyrir Krist geta um indó-
evrópska þjóð í þessum héruðum.
sem þau nefndu Yueh-Chih. Að öll-
um líkindum var þetta sama þjóðin,
sem reisti a.m.k. suma grafhaug-
ana í Altai. FráYueh Chih fengu
Húnarnir í Mongólíu og Norður-
Kína hinn skýþíska listastíl. E. t. v.
var þjóðin hrakin úr héraðinu vest-
ur á bógjnn af Húnum eðá Tyrkjum.
Tímasetning Altai-grafanna er al)
ónákvæm, þó má vel tímasetja inn-
byrðis aldur þeirra með saman-
burði árhringa í hinu ágætlega varð-
veitta timbri í grafhaugunum. Að
öllum líkmdum er áldursrriunurinn