Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 27

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 27
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917 25 fyrstu innlendu stjórnarinnar og hefði því þar með átt að hafa verið slegið föstu, að þingræðisreglan skyldi virt hér á landi, en svo var þó ekki allskostar, eins og síðar mun verða vikið að. Það þarf raun- ar ekki að efast um, að ráðherrann Hannes Haf&tein hafi aldrei ætlað sér annað en gera það, enda þótt hann drægi það, þar til þing kom saman, að fara frá og beygði sig ekki fyrir öðru en fullri vitneskju um, að meiri hluti alþingismanna væri á móti stjórn hans. Til þess benda ein- dregið ummæli hans við umræðurn- ar, sem vitnað var til, og verður varla annað sagt, eins og málum var háttað, en að það hafi verið eðli- legt, að hann biði þings. Hitt er ann- að mál, hvort hann hefði ekki átt. að láta sér nægja yfirlýsingu frá meirihluta alþingismanna um að hann nyti ekki stuðnings hans, og að meiri hlutinn væri reiðubúinn að styðja einhvern úr sínum hópi til þess að taka við stjórninni, og forð- ast þannig vantraustsumræðurnar og atkvæðagreiðsluna. En þess ber þá að minnast, að þingræðið var al- veg nýtt hér á landi og menn ó- vanir því. Þegar vantraustið á Hannes Haf- stein hafði verið samþykkt, lá að sjálfsögðu næst fyrir að ákveða, hver skyldi vera eftirmaður hans. Áður en Alþingi kom saman hafði mikið verið um það rætt manna á meðal, hver taka ætti við ráðherra- embættinu, þeg'ar Hannes Hafstein færi frá, og höfðu ýmsir af aðal- andstæðingum hans verið taldir líkleg ráðherraefni, fyrst og fremst þeir Björn Jónsson ritstjóri og Skúlí Thoroddsen ritstjóri. Daginn eftir héldu Sjálfstæðismenn flokksfund um tilnefning ráðherraefnis, en þess hafði hinn fráfarandi ráðherra ósk- að, svo að hann gæti símað kon- ungi um það jaínframt lausnar- beiðni sinni. Nokkrar viðsjár voru meðal Sjálfstæðismanna um ráð- herraefnið. Á flokksfundi fór ■ fram prófkosning um það, hver ætti að hljóta tilnefningu og fór hún þann- ig, að Björn Jónsson fékk 9 at- kvæði, þeir Kristján Jónsson dóm- stjóri og Skúli Thoroddsen 6 at- kvæði hvor og Hannes Þorsteins- son ritstjóri 3 atkvæði. Þá færðist Kristján Jónsson eindregið undan kjöri og hafði raunar einnig gert það á undan prófkosningunni. Þar næst fór fram önnur prófkosning, og hlaut þá Björn Jónsson 15 at- kvæði, Skúli Thoroddsen 8 atkvæði og Hannes Þorsteinsson 1 atkvæði. Þriðj a prófkosningin hófst að morgni dags hinn 25. íebrúar, en svo var fundi frestað til kvölds. Þá var en kosið og hlaut Björn 15 atkvæði, en Skúli 7. Að þessum þremur próf- kosningum loknum, var gerð um það ályktun með 14 atkvæðum gegn 8 að nefna til einn mann, en ekki tvo, í ráðherrastöðuna, eins og sum- ir af þingmönnum höfðu viljað að gert yrði. Konungur mun jafnvel hafa viljað. láta tilnefna þrjú ráð- herraefni, sem hann gæti valið á milli. Að lokum samþykkti flokks- fundurinn með öllum greiddum at- kvæðurn nema einu (22 af 23), að Björn Jónsson skyldi tilnefndur ráð- herraefni og' annar ekki. Þessar niðurstöður tjáði flokksstjórrjin síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.