Úrval - 01.12.1965, Side 27
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917
25
fyrstu innlendu stjórnarinnar og
hefði því þar með átt að hafa verið
slegið föstu, að þingræðisreglan
skyldi virt hér á landi, en svo var
þó ekki allskostar, eins og síðar
mun verða vikið að. Það þarf raun-
ar ekki að efast um, að ráðherrann
Hannes Haf&tein hafi aldrei ætlað
sér annað en gera það, enda þótt
hann drægi það, þar til þing kom
saman, að fara frá og beygði sig ekki
fyrir öðru en fullri vitneskju um, að
meiri hluti alþingismanna væri á
móti stjórn hans. Til þess benda ein-
dregið ummæli hans við umræðurn-
ar, sem vitnað var til, og verður
varla annað sagt, eins og málum var
háttað, en að það hafi verið eðli-
legt, að hann biði þings. Hitt er ann-
að mál, hvort hann hefði ekki átt.
að láta sér nægja yfirlýsingu frá
meirihluta alþingismanna um að
hann nyti ekki stuðnings hans, og
að meiri hlutinn væri reiðubúinn að
styðja einhvern úr sínum hópi til
þess að taka við stjórninni, og forð-
ast þannig vantraustsumræðurnar
og atkvæðagreiðsluna. En þess ber
þá að minnast, að þingræðið var al-
veg nýtt hér á landi og menn ó-
vanir því.
Þegar vantraustið á Hannes Haf-
stein hafði verið samþykkt, lá að
sjálfsögðu næst fyrir að ákveða,
hver skyldi vera eftirmaður hans.
Áður en Alþingi kom saman hafði
mikið verið um það rætt manna á
meðal, hver taka ætti við ráðherra-
embættinu, þeg'ar Hannes Hafstein
færi frá, og höfðu ýmsir af aðal-
andstæðingum hans verið taldir
líkleg ráðherraefni, fyrst og fremst
þeir Björn Jónsson ritstjóri og Skúlí
Thoroddsen ritstjóri. Daginn eftir
héldu Sjálfstæðismenn flokksfund
um tilnefning ráðherraefnis, en þess
hafði hinn fráfarandi ráðherra ósk-
að, svo að hann gæti símað kon-
ungi um það jaínframt lausnar-
beiðni sinni. Nokkrar viðsjár voru
meðal Sjálfstæðismanna um ráð-
herraefnið. Á flokksfundi fór ■ fram
prófkosning um það, hver ætti að
hljóta tilnefningu og fór hún þann-
ig, að Björn Jónsson fékk 9 at-
kvæði, þeir Kristján Jónsson dóm-
stjóri og Skúli Thoroddsen 6 at-
kvæði hvor og Hannes Þorsteins-
son ritstjóri 3 atkvæði. Þá færðist
Kristján Jónsson eindregið undan
kjöri og hafði raunar einnig gert
það á undan prófkosningunni. Þar
næst fór fram önnur prófkosning,
og hlaut þá Björn Jónsson 15 at-
kvæði, Skúli Thoroddsen 8 atkvæði
og Hannes Þorsteinsson 1 atkvæði.
Þriðj a prófkosningin hófst að morgni
dags hinn 25. íebrúar, en svo var
fundi frestað til kvölds. Þá var
en kosið og hlaut Björn 15 atkvæði,
en Skúli 7. Að þessum þremur próf-
kosningum loknum, var gerð um
það ályktun með 14 atkvæðum gegn
8 að nefna til einn mann, en ekki
tvo, í ráðherrastöðuna, eins og sum-
ir af þingmönnum höfðu viljað að
gert yrði. Konungur mun jafnvel
hafa viljað. láta tilnefna þrjú ráð-
herraefni, sem hann gæti valið á
milli. Að lokum samþykkti flokks-
fundurinn með öllum greiddum at-
kvæðurn nema einu (22 af 23), að
Björn Jónsson skyldi tilnefndur ráð-
herraefni og' annar ekki. Þessar
niðurstöður tjáði flokksstjórrjin síð-