Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 90
88
mannanna. Þeir fóru fram á að fá
að dvelja í fangelsi hvítu mann-
anna þar. Þeir héldu, að þar yrðu
þeir öruggir. Þeir höfðu glatað var-
kárni Indíánanna. Þeir höfðu lif-
að of lengi á meðal hvítu mann-
anna. Og einum eða tveim dög-
um fyrir afmælisdag hinn kristna
foringja síns, sneru hvítu villi-
mennirnir aftur. Þeir brutu niður
fangelsishurðina, og enginn hvítur
maður í bænum gerði nokkra til-
raun til þess að aftra þeim frá að
gera þetta. Ungu Conestoga-Indíán-
arnir hrópuðu upp og báðu þá um
að drepa þá ekki og sögðu, að þeim
félli vel við „Yengwangana“.. Þú
veizt, að það er venja meðal okkar
Indíána að taka í fóstur þá fanga,
sem geðjast vel að okkur. Við ger-
um þá að Indíánum, og allt, sem við
eigum, er einnig þeirra eign. En
hvítu mennirnir vilja jat'nvel ekki
leyfa Indíánunum að draga að sér
sama andrúmsloft og þeir sjálfir.“
í huga sér gat Sannur Sonur enn
heyrt óminn af reiðilegri rödd föð-
ur síns og' fundið fyrirlitningu hans
á hvítu bleyðunum, er hann nefndi
nöfn fórnarlamba þeirra.
„Shalehaha, lítill drengur, og Ex-
undas, annar drengur. Tonquas var
bara lítill snáði og Hyyenaes ekki
miklu stærri. Koquaneunauas var
nafn lítillar stúlku, Karcndouah hét
önnur stúlka, og Canukiesung hét
minnsta stúlkan. En hvítu mennirn-
ir létu sér þetta ekki nægja, held-
ur flógu einnig af þeim höfuðleðrin.
Þeir hjug'gu hendurnar af mönn-
unum og konunum. Þeir stungu
byssum upp í munninn á einum af
Conestoga-frændum okkar. á með-
ÚRVAL
an hann var að tala, og sprengdu
höfuð hans í loft upp.“
Sannur Sonur lá kyrr, gagntekinn
hatri, er hann minntist þessarar
sögu. Hann gat jafnve) varla þolað
nærveru þessa hvíta hermanns, er
svaf nú værum svefni við hlið hon-
um. Drengurinn mjakaði sér stöð-
ugt fjær honum við hverja hrotu.
Eyrst mjakaði hann öðrum íætinu-
um fjær, síðan hinum. Það tók hann
langan tíma að mjaka sér alveg fram
á rúmstokkinn og enn lengri tíma
að mjaka sér fram úr rúminu. Hann
skreið sem pardusdýrsungi að arn-
inum, sem enn var glóð í. Þar lagð-
ist han nendilangur. Það var gott
að finna harðan og svalan stein-
inn undir líkama sínum. Svolítill
loftstraumur barst undir hurðina
og lék um andlit honum. Hann dró
slitna bjarnarfeldinn yfir sig. Hin
gamalkunna lykt úr honum róaði
hann. Hún minnt.i hann á kofa föð-
ur hans og yfirgnæfði hina óþægi-
legu lykt af þessu hvíta fólki. Hann
sofnaði, og hárin á feidinum bærð-
ust við andardrátt hans.
SÁÐKORN HATURSINS
Næsta dag gat hann ekki held-
ur þvingað sig til þess að klæðast
þessum andstyggilega jakka og bux-
um. Við morgunverðarborðið litu
þau á hann með vanþóknun, hinn
hvíti faðir hans og Kate frænka,
er þau sáu, að hann hafði farið í
Indíánabúninginn. Hann sá hvergi
móður sína. Gordie sagði honum, að
það færi enginn inn í herbergi henn-
ar á morgnana. Þegar Sannur Son-
ur kom að hádegisverðarborðinu
enn klæddur sínum Indíánabúningi.