Úrval - 01.12.1965, Síða 84

Úrval - 01.12.1965, Síða 84
82 ÚRVAL sendingu frá föSur hans, áður en við skiljum," sagði hann. „Þú getur flutt honum orðsend- inguna,“ svaraði Del önuglega. „En reyndu bara ekki að læða hníf til hans. Ef þú gerir það, færðu kúlu inn á milli rifjanna.“ Hann gekk dálítinn spöl frá þeim og Hálfa Ör sagði nú við frænda sinn: „Nú tala ég fyrir munn föður þíns, Sannur Sonur,“ hóf hann máls. „Þessi eru orð hans: „Sannur Son- ur. Manstu, þegar við vorum einu sinni á veiðum hjá Hvítu-Konu- ánni? Við sáum björn, og skotið mitt braut í honum hrygginn. Björn- inn féll til jarðar og byrjaði að gráta eins og pardusdýrið Lang- rófa.“ Faðir þinn gekk að honum og lamdi hann beint á trýið með hleðslustaf sínum. Hann sagði: „Hlustaðu á mig, bangsi. Þú ert heigull, en ekki sú stríðshetja, sem þú þykist vera. Þú veizt, að ætt- flokkar okkar eiga í styrjöld hvor við annan. Hefðir þú sigrað mig, hefði ég tekið því með hugrekki og dáið sem stríðshetja. En þú, bangsi, situr þarna og kjökrar eins og göm- ul kerling. Þú gerir ættflokki þín- um skömm með framkomu þinni. Sannur sonur manstu þetta?“ „Ég man það,“ stundi drengur- inn. „Segðu föður mínum, að ég muni bera smán mína sem sannur Indíáni og muni bíða átekta, þang- að til hinn rétti tími kemur til þess að hefjast handa.“ Hálfa Ör gekk nokkur skref frá honum, og Sannur Sonur óð út í ána. Það dýpkaði stöðugt, þangað til vatnið tók honum í bringu. Hann skalf, en hann sneri sér ekki við. Hann leit ekki við, fyrr en hann var kominn upp úr og stóð þarna skjálfandi á hinum bakkanum. Hin- um megin árinnar gat hann komið auga á tvær mannverur. Það voru þeir Hálfa Ör og Litli Hegri, sem stóðu þarna frammi á árbakkanum. Hann vissi að augnaráð þeirra fylgdi honum eftir. Hann vildi, að hann hefði getað lyft hendi sinni í kveðju- skyni, en handleggir hans voru reyrðir saman. Síðan gekk hann af stað inn í skóginn ásamt félög- um sínum. „HANN ER EKKI FAÐIR MINN“ Allt, sem fyrir augu Sanns Sonar bar í Carlisle, bæ hvítu mannanna, var sem grópað í minni hans: opna svæðið í miðjum bænum, þar sem engin hús höfðu verið byggð, fjöldi hvíts fólks, sem þrammaði þarna um göturnar í yfirfrökkum eða slag- kápum, með klúta eða hatta á höfð- og fangarnir mitt á meðal þeirra, líkt og dýr, sem færð eru til fórn- ar. Hinn óbrotni Indíánabúningur þeirra hlífði þeim ekki fyrir nöpr- um vetrarvindinum, sem náði að næða um bert hold þeirra.. Hver fanginn á fætur öðrum var dreginn fram gegn vilja sínum. Síðan roms- uðu hvítu mennirnir upp því, sem vitað var um æviferil hvers og eins, og síðan voru þeir kallaðir fyrir, sem héldu því fram, að þeir væru nánustu ættingjar fangans. Stund- um varð mannfjöldinn gripinn við- kvæmni, jafnvel einnig margir af hvítu hermönnunum. Fólk þurrkaði sér um augun og snýtti sér. En augu fanganna voru þurr, og svip- ur þeirra var tjáningarlaus. Sönn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.