Úrval - 01.12.1965, Side 13

Úrval - 01.12.1965, Side 13
LEYNDARMÁL SVISSNESKU BANKANNA 11 og fjármuni aðra en fasteignir, og marga Þjóðverja, sem eiga gull árið 1965, þar að auki Spánverja, Líbanonbúa og Sýrlendinga og fjölda Afríkumanna og Suður- Ameríkumanna. í öðrum flokknum eru þjóðhöfð- ingjar eða valdamiklir menn að tjaldabaki í flestum ríkjum heims- ins. Þetta fólk hefur engar áhyggj- ur af skattheimtumönnunum. I sumum ríkjum er þetta fólk einmitt skattheimtumenn eða nýtur a.m.k. góðs af innheimtukerfi því, sem ríkisreksturinn hvílir á. En því er samt af ýmsum ástæðum ekki rótt. Staða þess er óörugg. Segja má, að flestir Evrópubúar teljist til þriðja flokksins öðru hverju, t.d. á áratugnum milli 1929 og 1939 og á nýjan leik, þegar kalda stríðið færist öðru hverju í aukana. Árið 1965 mætti telja þar á meðai næstum alla þjóðhöfðingja og mestu valdamenn Suður-Ameríkuríkjanna og jafnvel suma minni háttar kaup- sýslumenn þar, einnig auðmenn í hinum nálægu Austurlöndum og Arabalöndum yfirleitt, sem kvíða því, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Fjórði flokkurinn er yfirgrips- mestur. Er þar einkum um að ræða borgara á Vesturlöndum, en alls ekki hinn venjulega borgara, held- ur þá, sem vinna sér inn miklar, skattskyldar og ójafnar tekjur. All- ir slíkir eiga við skattavandamál að stríða. Fólk í öllum fjórum flokkunum sefur rfliklu betur, ef því tekst að yfirfæra a.m.k. svolítinn hluta eigna sinna til Sviss. Sýrlenzkir kaupmenn gera sér grein fyrir því, að pólitísk- ir ævintýramenn, sem verða skyndi- lega valdamiklir, kunna ef til vill að skjóta þá, en þó veitir sú full- vissa þeim dálitla ánægju, að rót- tækar ríkisstjórnir geta samt ekki náð tangarhaldi á fé þeirra. Svissneska -þjóðin hefur alltaf sýnt bæði einstaklingum og fé hina mestu gestrisni. Á 17. öld skutu Svisslendmgar skjólhúsi yfir Húge- nottana og fé þeirra. Þannig hófst svissnesk bankastarfsemi í nú- tímaskilningi þess orðs. Síðar tóku Svisslendingar á móti flýjandi aðals- fólki frá Frakklandi. Síðar hélt að- alsfólkið svo heim aftur, en skildi eftir töluverðan hluta af auðæfum sínum í Genf. Sérhver stjórnar- bylting í heiminum hefur sent nýj- an hóp flóttamanna til Sviss, allt frá stjórnleysingjum til afdankaðra konunga. Svissnesk gestrisni var nægilega víðfeðm til þess að skjóta bæði skjólhúsi yfir Elísabetu, keis- araynju Austurríkis, og Luccheni, stjórnleysingjann, sem myrti hana í Genf. Þar var í senn nægilegt rúm fyrir arabiska uppreisnarmenn frá Alsír og Farouk, fyrrverandi Egyptalandskonung. Margt erlent fólk, sem leggur fé inn í svissneska banka, er þar með orðið að sakamönnum í heimalandi sínu eða hefur brotið sakalög við- víkjandi útflutningi fjármagns. Og því hvílir nú slík leynd, jafnvel hálfgerður afbrotablær, yfir sviss- nesku bönkunum, sem áður voru sérstaklega virðulegar stofnanir. Allar þessar erlendu innistæður veita svissneskum bankastjórum þýðing-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.