Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 9

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 9
HVÍTU HESTARNIR MÍNIR 7 kvæmdi hann allar æfingar sínar af dásamlegri nákvæmni og skemmti sér augsýnilega prýðilega. Hann gerði a'lar undirbúningsæfingar undir sýningar af sömu nákvæmni og úrvaishermaður, svo að varla skeikaði sekúndu, og það bar mjög sjaldan við, að hann gerði nokkuð rangt, heldur gerði allt á nákvæm- lega réttan hátt í hinum minnstu smáatriðum. Það var alveg sama, hversu hörð samkeppnin var. Allt- af var hann meðai þeirra, sem fram úr sköruðu. En ég varð samt að minnast einstaklingsbundins vilja og smekks Nerós, þegar ég gaf hon- um fyrirskipanir mínar. Með því að hrósa honum oft vandi ég hann á að hlýða með gleði. Ég gat leyft mér að meðhöndla Neró á þennan sérstaka, einstakl- ingsbundna hátt, því að ég ger- þekkti hann og gat skynjað skap hans og vilja hverju sinni og vissi, hvort honum líkaði vel eða illa við hinar ýmsu aðstæður. Hestar eiga ekki til að bera hæfileika mannsins til þess að látast. Það er alltaf hægt að sjá hvort hestur er vinsamlegur, tortrygginn eða fjandsamlegur. Það sést á því, hvernig hann hreyfir eyr- un. Neró elskaði lófakiappið, eftir að hann varð sýningarstjarna, og lagði sig enn betur fram, þegar áhorfend- ur sýndu mikla hrifningu. Honum fannst líka gott að taka við sykur- mola frá aðdáendum og þá sérstak- lega kvenfólkinu, eftir velheppnaða sýningu. Hann var slunginn og reyndi að auka sykurskammtinn með því að g'eyma molana uppi í sér eins og hamstur. En jafnvel Neró gat neitað að taka við góðgæti, hefði ég móðgað hann. Ég hef veitt því eftirtekt, að hestar taka ekki við sykurmolum frá knöp- um, ef þeir hafa farið illa með þá eða ofboðið þeim á einhvern hátt. Mér lærðist að líta á þetta sem hættumerki. Hvenær sem slíkt gerð- ist, reyndi ég að finna ástæðuna og velti því fyrir mér mjög vandlega, hvað ég hefði sagt eða gert. Þann- ig kenndu hestarnir mér sjálfsstjórn. Þegar hestur hefur hafnað sykur- mola, hef ég aldrei skoðað það sem duttlunga heimskrar skepnu. Sumir hestar eru algerar efnis- hyggiuverur og hafna öllum vina- hótum, sem knaparnir vilja sýna þeim. Þeir vilja bara fá góðgætið sitt. Aðrir hestar æskja þess eins, að vel sé farið með þá og þeim auð- sýnd vinahót. Þeir skoða hróp og köll eða jafnvel hávær orð sem gagnrýni og hörfa undan í uppnámi. Annar helzti félagi minn á þeim árum, þegar ég var að vinna mig upp, var hryssan Nora. Hún var mjög móðgunargjörn. Hún mat vina- hót og blíðu ofar öllu. Hún togn- aði illilega á fæti á veiðum dag einn og varð að þola þjáningarfulla með- höndlun. Ég viknaði, er ég sá, hversu hún afbar kvalirnar af bökstrunum af mikilli þolinmæði, bara ef einhver klappaði henni á hálsinn á meðan, en varð svo strax óróleg og komst í uppnám, þegar hætt var að láta vel að henni. Ég og hestasveinninn urðum að klappa henni til skiptis. Það eru ekki að- eins mennimir, sem verða að börn- um, þegar þeir verða veikir. Teja var glæstur ungverskur grað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.