Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 59
Hinn Ijúfi koss,
sem gæti orsakað
HEIMSENDI
Nú hefur hópur vísindamanria tekið upp á arma sér
kenninguna um „the anti-matter,“ sem á mœltu máli
gæti kallazt tvifarakenningin fremur en andefnis-
kenningin, þó að hið síðara orðalag nái betur að skýra
hina eðlisfrœðilegu hlið málsins.
Meginefni þessarar kenningar er það, að einhvers
staðar úti í geimnum, sé tvífaraheimur okkar heims,
spegilmynd af okkar veröld, þar sem minnsta ögn
þessarar jarðar okkar svo og jörðin öll og allt líf,
sem á henni er, eigi sér algeran tvífara.
Eftir G. R. Lamb.
ugsanlega er einhvers
staðar langt úti í óra-
víddinni sveimandi
hnöttur, sem er að öllu
leyti eins og okkar
hnöttur, og væri þá
tvífari lesanda þessara lína að lesa
þær á sínum hnetti jafnt og hann
á þessum.
Þó að, eins og áður segir, að eðli-
legast sé að kalla þetta tvífara-
kenninguna í daglegu tali, þá ber
hins að gæta, að eðlisfræðilega séð
er hér um andstæðu okkar að ræða,
þannig að allir hlutir á þessari
tvífara jörð okkar hafa andstæða
rafhleðslu, ef svo má segja, við
okkur. Allt er þannig jafnt og eins
á þessum hnöttum, en þó andstætt
líkt og spegilmyndin.
Það er síður en svo, að þessi tví-
farakenning sé nokkur geimskáld-
skapur, eins og nú tíðkast svo mjög.
Ekki ómerkari félagsskapur en Fé-
lag eðlisfræðinga í Bandaríkjunum
(The American Physical Society),
sem nýtur, eins og kunnugt er, mik-
ils álits meðal vísindamanna um
Belfast Telegraph
57