Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 13
12 RÁÐ GEGN TAUGAÁLAGI
11
„Hvert okkar hefur sitt sérstaka
taugaálagshámark sem ekki má fara
framúr. Það er ekki magn taugaá-
lagsins eitt, sem ákvarðar það, hvort
það sé skaðlegt eða holt, heldur
taugaálagshámark hvers einstakl-
ings. Þegar taugaálagið er hvetj-
andi afl, sem hjálpar manni til þess
að laga sig eftir kröfum, sem lífið
gerir til manns, og breytingum, sem
verða í Íífi manns, þá verður það
fremur tæki til þess að skapa sam-
ræmi en að valda tjóni. En þegar
taugaálagið þrúgar mann og eyðir
vellíðunarkennd manns, þá verður
það að óvini“.
Sérfræðingarnir halda því fram,
að eftirfarandi lífsreglur geti kom-
ið í veg fyrir skaðvænlegt taugaá-
lag og taugaspennu:
1. Þú skalt br.jótast úr viðjum til-
breytingarleysisins.
Tilbreytingarleysið veldur tauga-
álagi og taugaspennu. Losaðu þig úr
viðjum tilbreytingarleysisins og
breyttu svolítið til.
„Láttu undan hinni eðlilegu löng-
un þinni til tilbreytingar“, segir dr.
Selye. „Þessi löngun er oft og tíð-
um ráð Móður Náttúru til þess að
vernda þig gegn of miklu taugaá-
lagi, sem tilbreytingarleysið skap-
ar“.
Fólk, sem engan áhuga hefur á
starfi sínu eða hefur jafnvel and-
úð á því, getur reynt að breyta svo-
lítið til um starfshætti eða rejmt
að finna betur tilgang starfsins eða
jafnvel reynt að fá sér algerlega
nýtt starf.
Stundum er aðeins þörf fyrir svo-
lítið breytt viðhorf til hlutanna,
kannske sumarleyfi eða nýtt tóm-
stundastarf. Fyrir sumar konur
verður það kannske ný hárlagning,
sem lýstur þær töfrasprota. Dr.
Selye er á þeirri skoðun, að við
höfum umfram allt þörf fyrir mögu-
leika á sjálfstjáningu.
2. „Blástu út gufunni".
í verksmiðju einni í Tokyo fara
verkamennirnir öðru hverju inn i
herbergi eitt, sem útbúið er með
skotskífum og hnefaleikaæfingapok-
um. En á skotskífur þessar og æf-
ingapoka eru máluð andlit hús-
bænda þeirra. Þar geta verkamenn-
irnir lamið þá að vild og skotið á
þá og gefið innibyrgðri reiði sinni
lausan tauminn og losnað þannig
við hana.
„Losaðu þig undan fargi reiðinn-
ar“, ráðleggur dr. George S. Stev-
enson, sem er ráðgjafi hjá Geð-
verndarsamtökum Bandaríkjanna.
,.Ef þig langar til þess að ausa úr
skálum reiði þinnar yfir einhvern,
sem hefur reitt þig til reiði á ein-
hvern hátt, skaltu reyna að halda
aftur af þér svolitla hríð. En á með-
an skaltu gefa þessari innibyrgðu
orku reiðinnar útrás í einhverju
Þ'kamlegu viðfangsefni".
Ein óskaðlega og jafnvel holl að-
ferð til þess að „blása út slíkri
gufu“, sem annars mundi valda
taugaálagi og taugaspennu, er að
taka þá til við ýmsar líkamsæfing-
ar. Slík athugun var gerð á tveim
hópum stúdenta við Kaliforníuhá-
skóla. Annar hópurinn æfði sig
reglulega, en hinn gerði það ekki.
Með vissu millibili voru skapaðar
aðstæður, sem valda venjulega gíf-