Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 110

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL hann lét dynja á hershöfðingjum sínum fyrir að vilja ekki gera til- raun til að skilja þá skoðun hans, að virki gegndu mikilsverðu hlut- verki í hernaði. ,,Æ ofan í æ hafa virki náð tilætluðum árangri í stríðinu", öskraði hann. „Þetta sann- aðist í Posen, Breslau og Schneide- miihl. Hversu marga Rússa bundu virki þessi? Sagan hefur sannað, að ég hef rétt fyrir mér. Sú skoðun mín að verja sérhvert virki allt til síðasta manns er réttmæt". Svo leit hann beint framan í Heinrici og öskraði: ,,Það er þess vegna, að Frankfurt skal halda fyrri stöðu sinni sem virki“. Skammaræðan endaði jafn snögg- lega og hún hafði byrjað. En Hitler gat ekki setið kyrr lengur, þótt hann væri nær örmagna af þreytu. Hann virtist hafa misst alla stjórn á sér. Eismann hefur lýst þessu á eftirfar- andi hátt: „Líkami hans skalf allur. Hann hélt á nokkrum blýöntum í höndum sér, og þeir skullu hvað eftir annað á örmum stólsins. Svo ofsalega titruðu og hristust hand- leggir hans. Hann leit út eins og hann væri vart með réttu ráði. Þetta var allt svo óraunverulegt, einkum sú hugsun, að örlög heillar þjóðar lægju í höndum manns, sem var orðið mannlegt rekald“. Heinrici byrjaði nú rólega og af mikilli þolinmæði á röksemdafærslu sinni á nýjan leik og rakti ástæð- urnar fyrir því, að rétt væri að flytja liðið frá Frankfurt. Heinrici talaði rólega, eins og ekki hefði ver- ið um neitt reiðikast Foringjans að ræða. Hitler svaraði þessu ekki á annan hátt en að benda þreytulega frá sér með hendinni, jafnóðum og Heinrici hafði rakið hvern lið. Hitl- er vísaði þannig röksemdafærslum hans á bug. Nú hófst sá þáttur fundarins, sem Heinriei áleit þýðingarmestan. Allt var nú undir því komið, hvaða á- kvörðun yrði tekin næstu mínút- urnar. Hann þekkti aðeins eina að- ferð til þess að tjá sig: að segja sannleikann alveg umbúðalaust: „Ég verð að skýra yður frá því“, sagði hann, „að nú, þegar þessar þrjár bryndrekasveitir hafa verið fluttar suður á bóginn, verð ég að nota allt mitt lið í fremstu varnarlínunni. Það verður því ekki um að ræða neitt varalið að baki henni, alls ekkert“. Hann þagnaði. Þeir horfðu allir á hann og fylgdust af athygli með orðum hans. „Foringi, það er stað- reynd, að við getum aðeins varizt í nokkra daga í mesta lagi. Svo hlýt- ur að verða bundinn endir á það allt saman“. Það varð dauðaþögn. Göring varð fyrstur til þess að rjúfa hana. „For- ingi“, sagði hann, „ég mun veita yður tafarlaust umráð yfir 100.000 manna lið úr flugflotanum. Þeir munu gefa sig fram til herþjónustu á Odervígstöðvunum að nokkrum dögum liðnum". Himmler leit undirfurðulega á Göring, skæðasta keppinaut sinn, síðan á Hitler, líkt og hann væri að reyna að gera sér grein fyrir því, hvert viðbragðið yrði. ,.Foringi“, sagði hann svo, „Stormsveitirnar hafa þann heiður að leggja fram 25.000 manna lið til varnanna á Od- ervígstöðvunum". Þeir voru að bjóða fram óþjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.