Úrval - 01.05.1966, Page 110
108
ÚRVAL
hann lét dynja á hershöfðingjum
sínum fyrir að vilja ekki gera til-
raun til að skilja þá skoðun hans,
að virki gegndu mikilsverðu hlut-
verki í hernaði. ,,Æ ofan í æ hafa
virki náð tilætluðum árangri í
stríðinu", öskraði hann. „Þetta sann-
aðist í Posen, Breslau og Schneide-
miihl. Hversu marga Rússa bundu
virki þessi? Sagan hefur sannað, að
ég hef rétt fyrir mér. Sú skoðun
mín að verja sérhvert virki allt til
síðasta manns er réttmæt". Svo leit
hann beint framan í Heinrici og
öskraði: ,,Það er þess vegna, að
Frankfurt skal halda fyrri stöðu
sinni sem virki“.
Skammaræðan endaði jafn snögg-
lega og hún hafði byrjað. En Hitler
gat ekki setið kyrr lengur, þótt hann
væri nær örmagna af þreytu. Hann
virtist hafa misst alla stjórn á sér.
Eismann hefur lýst þessu á eftirfar-
andi hátt: „Líkami hans skalf allur.
Hann hélt á nokkrum blýöntum í
höndum sér, og þeir skullu hvað
eftir annað á örmum stólsins. Svo
ofsalega titruðu og hristust hand-
leggir hans. Hann leit út eins og
hann væri vart með réttu ráði. Þetta
var allt svo óraunverulegt, einkum
sú hugsun, að örlög heillar þjóðar
lægju í höndum manns, sem var
orðið mannlegt rekald“.
Heinrici byrjaði nú rólega og af
mikilli þolinmæði á röksemdafærslu
sinni á nýjan leik og rakti ástæð-
urnar fyrir því, að rétt væri að
flytja liðið frá Frankfurt. Heinrici
talaði rólega, eins og ekki hefði ver-
ið um neitt reiðikast Foringjans að
ræða. Hitler svaraði þessu ekki á
annan hátt en að benda þreytulega
frá sér með hendinni, jafnóðum og
Heinrici hafði rakið hvern lið. Hitl-
er vísaði þannig röksemdafærslum
hans á bug.
Nú hófst sá þáttur fundarins, sem
Heinriei áleit þýðingarmestan. Allt
var nú undir því komið, hvaða á-
kvörðun yrði tekin næstu mínút-
urnar. Hann þekkti aðeins eina að-
ferð til þess að tjá sig: að segja
sannleikann alveg umbúðalaust: „Ég
verð að skýra yður frá því“, sagði
hann, „að nú, þegar þessar þrjár
bryndrekasveitir hafa verið fluttar
suður á bóginn, verð ég að nota allt
mitt lið í fremstu varnarlínunni. Það
verður því ekki um að ræða neitt
varalið að baki henni, alls ekkert“.
Hann þagnaði. Þeir horfðu allir á
hann og fylgdust af athygli með
orðum hans. „Foringi, það er stað-
reynd, að við getum aðeins varizt
í nokkra daga í mesta lagi. Svo hlýt-
ur að verða bundinn endir á það
allt saman“.
Það varð dauðaþögn. Göring varð
fyrstur til þess að rjúfa hana. „For-
ingi“, sagði hann, „ég mun veita
yður tafarlaust umráð yfir 100.000
manna lið úr flugflotanum. Þeir
munu gefa sig fram til herþjónustu
á Odervígstöðvunum að nokkrum
dögum liðnum".
Himmler leit undirfurðulega á
Göring, skæðasta keppinaut sinn,
síðan á Hitler, líkt og hann væri að
reyna að gera sér grein fyrir því,
hvert viðbragðið yrði. ,.Foringi“,
sagði hann svo, „Stormsveitirnar
hafa þann heiður að leggja fram
25.000 manna lið til varnanna á Od-
ervígstöðvunum".
Þeir voru að bjóða fram óþjálf-