Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 115

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 115
HVERJIR TAKA BERLÍN? ringluðu Þjóðverjar voru teknir höndum, en þeir höfðu álitið, að þarna væri um þýzka bílalest að ræða. Mercedesbifreiðin, sem var í prýðulegu ásigkomulagi, fékk sína málningardembu í hvelli og var síð- an tekin í þjónustu herfylkisins. Mótspyrnan gegn framsókn herj- anna var algerlega óútreiknanleg. Mörg svæði gáfust upp, án þess að einu skoti væri hleypt af. í sumum smábæjum var um að ræða algera uppgjöf í sumum hverfum, þar, sem ríkti þögn, sem var svo skyndilega rofin af skothvellum og hávaða frá ofsalegum bardögum nokkrum götu- lengdum í burtu. Hádegisverður með ríkismarskálk- inum. Heinrici var nú búinn að skipu- leggja vörnina út í yztu æsar. For- ingjar hans höfðu lagt hin ýmsu atriði á minnið, og nú beið Heinrici í aðalbækistöðvum Visluhersins, al- búinn að verjast hinni væntanlegu sókn Rússa. Að baki aðalvarnarlínu hans hafði Heinrici myndað aðra varnarlínu. Heinrici hafði skýrt helztu undirfor- ingjum sínum frá því, að rétt áður en hin væntanlega stórskotahríð Rússanna mundi hefjast, mundi hann skipa fyrir um, að liðið við að- alvarnarlínuna skyldi hörfa undan. Átti allt liðið að hörfa undan til aft- ari varnarlínunnar. Þetta var uppáhaldsaðferð Hein- rici. Það átti að gefa Rússum tæki- færi til að „berja tóman poka“. Bragð þetta hafði oft heppnazt hing- að til, og Heinrici reiknaði með því, 113 að svo yrði nú einnig að þessu sinni. Eins og venjulega var aðalvand- inn fólginn í því að reikna út og ákvarða, á hvaða augnabliki árás óvinanna hæfist. Því voru Heinrici og menn hans stöðugt á verði. Á degi hverjum flugu þær könnunar- flugvélar, sem eftir voru. yfir fram- línu Rússa. Flugmennirnir virtu ná- kvæmlega fyrir sér staðsetningu hinna ýmsu herdeilda og tækja og lögðu allt slíkt rækilega á minmð. Þeir fylgdust vandlega með hvers konar tilflutningi manna og tækja. Á hverri nóttu fór Heinrici svo vandlegayfir njósnaskýrslur og bók- anir á framburði stríðsfanga, sem yfirheyrðir höfðu verið. Hann var alltaf að leita að vísbendingum, sem gæfu til kynna, hvenær árás óvin- anna mundi hefjast. Það var einmitt einn þessara hættudaga, sem voru þrungnir ógn og óróa, að Hermann Göring ríkis- marskálkur boðaði Heinrici til kast- ala síns til þess að snæða þar með honum hádegisverð. Heinrici var ör- þreyttur og vildi helzt ekki yfirgefa aðalbækistöðvar sínar, jafnvel ekki í nokkrar klukkustundir, en samt gat hann ekki neitað. Karinhall, hið risavaxna sveitasetur ríkismar- skálksins, var aðeins í nokkurra mílna fjarlægð frá aðalbækistöðv- um Visluhersins við Birkenhain. Þegar Heinrici og von Bila höfuðs- maður, sem var einn aðstoðarfor- ingja Heinrici, nálguðust Karinhall, urðu þeir þrumu lostnir, er þeir virtu fyrir sér dýrð þá og dásemd- ir, sem þar gat að líta. Þar voru vötn og garðar, trjágöng og stallar, allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.