Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
í að taka Berlín. Þann 27. marz hafði
Montgomery birt sína eigin ákvörð-
un í orðsendingu til Eisenhowers í
þessu efni. í orðsendingu þessari
sagði Montgomery: „í dag gaf ég
yfirmönnum hersins fyrirmæii um
sókn austur á bóginn... Ég mun
flytja aðalbækistöðvar mínar til
Wesel, Miinster, Wiedenbriick, Her-
ford, Hannover og þaðan eftir bíla-
brautinni til Berlínar, vona ég“.
Þetta var aðeins rökrétt framkvæmd
í samræmi við þá heildarákvörðun,
sem tekin hafði verið um sóknina
inn í Þýzkaland, þ.e. áætlun Eisen-
howers um, að aðalsóknin skyldi
framkvæmd af 21. her Montgom-
erys norðan Ruhrhéraðs, en yfir-
menn alls herafla Breta og Banda-
ríkjamanna höfðu þegar samþykkt
áætlun þessa í janúar. En nú var
Eisenhower kominn á þá skoðun, að
réttast mundi að skipta algeriega
um sóknaraðferð, svo að unnt mundi
reynast að sigra Þýzkaland á sem
skjótastan hátt.
Herlið Bradleys hafði sótt fram
af miklu meiri krafti síðan í marz-
byrjun en nokkurn hefði getað órað
fyrir, og má þakka það bæði mik-
illi heppni og snjallri stjórn. Og ár-
angurinn hafði líka orðið stórkost-
legur. 1. bandaríski herinn hafði
tekið Remagenbrúna og haldið yfir
Rín, jafnvel áður en Montgomery
sótti yfir ána. Lengra í suðri hafði
3. her Pattons streymt yfir ána án
þess að mæta mikilli mótspyrnu.
Síðan hafði herlið Bradleys sótt enn
fram, og nú vildi Bradley og hers-
höfðingjar hans leika stærra hlut-
verk í lokaþættinum, sókninni til
Berlínar.
Eisenhower varð að vega og meta
marga þætti, áður en hann gæti tek-
ið ákvörðun um, hvaða herlið skyldi