Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
unnar, er binda mundi endi á stríð-
ið.
Bretar sóttu fram í norðri og 6.
bandaríski herinn undir stjórn Dev-
ers hershöfðingja í suðri, en Brad-
ley geystist fram með ofsahraða
þvert gegnum miðhluta landsins í
átt til Leipzig og Dresden. Af banda-
rísku herjunum var 9. herinn und-
ir stjórn Simpsons kominn næst
Eibefljóti, og yfirstjórnendum her-
aflanna virtist sem Bradley hefði
þegar gefið Simpson merki um að
hefja nú ofsalega lokasókn, sem var
þegar orðin svo öflug, að hún hlaut
að hafa það í för með sér, að banda-
rískt lið sækti einnig fram til Ber-
línar.
9. bandaríski herinn sótti fram á
um 50 mílna breiðu svæði. í fylk-
ingarbrjósti var 2. bryndrekaher-
fylkið undir yfirstjórn Whites hers-
höfðingja. Þetta var eitt stærsta
bryndr ekaherf ylki V esturvígstöðv-
anna. Þar úði og grúði af skriðdrek-
um, fallbyssum og öðrum stórum
byssum á hjólum, brynvörðum bif-
reiðum af ýmsu tagi, jarðýtum,
vörubílum, jeppum og alls konar
stórskotaliðsútbúnaði. Öll þessi tæki
mynduðu um 72 mílna langa lest.
Það tók lestina næstum 12 klukku-
stundir að aka fram hjá sama blett-
inum. Þessi geysilega bryndreka-
sveit var komin fram úr öllum öðr-
um herfylkjum 9. hersins, en þó með
einni undantekningu.
1 hægra fylkingararmi bryndreka-
herfylkis þessa gat að líta furðu-
legt samsafn farartækja, sem voru
troðfull af hermönnum. Herfylki
þetta hafði í fullu tré við 2. bryn-
drekaherfylkið og geystist áfram
með engu minni hraða og barðist
af miklu kappi hverja míluna af
annarri. Úr lofti séð líktist þetta
hvorki bryndrekasveit né fótgöngu-
liði. Það hefði mátt álíta þetta þýzka
bílalest, ef ekki hefði getið að líta
vörubíla bandaríska hersins á víð og
dreif í lestinni. Þetta var hið frum-
lega 83. fótgönguiiðsherfylki Macons
hershöfðingaj eða „Tötrasirkusinn",
sem geystist nú áfram í átt til Elbe-
fljóts í herteknum farartækjum.
Sérhver óvinaherdeild eða borg,
sem gafst upp, lagði fótgönguliðs-
herfylki þessu til sinn skammt far-
artækja, venjulega eftir að menn
Macons höfðu krafizt þess með byss-
urnar á lofti. Sérhvert farartæki,
sem þeim áskotnaðist, var síðan
málað olífugrænt í hvelli, og síðan
var bandarískri stjörnu skellt utan
á hlið þess. Svo bættist það í bíla-
lest 83. herfylkisins.
Þessi furðulegu farartæki rugluðu
oft og tíðum aðra bandaríska her-
menn í kollinum, og þá ekki síður
sjálfa Þjóðverja. Þegar herfylkið
hélt áfram þeysingi sínum í átt til
Elbefljóts, heyrði Kohler majór eitt
sinn ofsalegt bílaflaut fyrir aftan
sig. Síðar lýsti hann þessum atburði
með svofelldum orðum: „Þessi
Mercedesbifréið kom æðandi á eftir
okkur, fór svo fram úr okkur og
síðan hverju farartækinu af öðru.
Og um leið og hún fór fram úr bif-
reiðunum, sáu Bandaríkjamennirn-
ir, sem í þeim voru, að þetta var
þýzk herbifreið, sem ekið var af
hermanni í þýzkum einkennisbún-
ingi. Var hún hlaðin þýzkum liðs-
foringjum. Vélbyssuskothríð stöðv-
aði síðan bifreið þessa, og hinir