Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 34

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL ið hafði farið svo ómjúkum höndum um Vincent, að hann var orðinn uppreisnarseggur. í hans augum voru impressionistarnir smáborg- arar í listinni. Verk þeirra ollu eng- um hneykslunum lengur. Það var kominn tími til að ný stefna sprytti upp af impressionismanum, stefna, sem leyfði einstaklingseðli hvers málara að njóta sín — því að mál- uðu ekki allir impressionistar eins? Það var varla gerlegt að þekkja verk eins frá verki annars. Það þurftu að koma fram listamenn, sem sáu hlutina í sérstæðu og persónu- legu ljósi. Að dómi Vincents var aðeins einn málari, Paul Gauguin, sem uppfyllti kröfur hans í þessu efni, en hann hafði nýlega séð myndir hans á málverkasýningu í París í fyrsta sinn. Hann langaði mikið til að hitta þennan mann, sem hafði yfirgefið heimili sitt og fórnað góðri stöðu í kauphöllinni í París til þess að geta helgað sig málaralistinni. Loks varð honum að ósk sinni og hann hitti átrúnaðargoð sitt í myndasal Theos. Gauguin var þá orðinn fræg- ur fyrir hinn sérstæða málarastíl sinn, en það var ekkert sældarbrauð að vera í kunningsskap við hann, því að hann var mesti skapofsamaður og meinyrtur. En árið 1888 stakk van Gogh upp á því, að þeir Gauguin settust að í Suður-Frakklandi og gerðust brautryðjendur nýrrar stefnu í málaralist. Gauguin hæddist að uppástungunni og svaraði því til, að færi hann eitthvað suður á bóginn þá léti hann ekki staðar numið fyr ren han nværi kominn alla leið til Suðurhafseyja. Vincent hélt nú einsamall af stað suður til Arles, þar 'sem hann átti eftir að mála margar frægustu myndir sínar. í þessu sólríka hér- aði fékk hann þann innblástur að nota gula litinn á svo töfrandi hátt, að myndir hans hafa algera sérstöðu meðal verka annarra meistara. A þessum slóðum málaði hann hinar frægu myndir af svefnherberginu sínu og sjálfsmyndina með sára- umbúðunum eftir að hann skar af sér eyrað. Árið 1888 féllst Gauguin á að gerast sambýlismaður aðdáanda síns í Arles, en sambúðin var erfið frá upphafi og gekk ekki á öðru en deilum og rifrildi. Gauguin, sem hafði yfirhöndina, reyndi að kúga Vincent, og svo fór að lokum eftir margar erjur að brjálæðiskastið, sem sagt var frá í upphafi, að Gau- guin hvarf á brott og Vincent sat eftir með sárt ennið. Hann tók nú að mála af meira kappi en nokkru sinni fyrr, en hann var ekki lengur heill á geðsmununum, og varð oft að dvelja á geðveikrahæli í ná- grenninu. Hann var þó tiltölulega frjáls ferða sinna, gat komið og farið að eigin geðþótta. Þegar af honum bráði, málaði hann sleitu- laust og reikaði um sveitina með pensla sína og liti. Hann vissi að sjúkdómurinn var ólæknandi, að engin von var um bata. í marzmánuði 1890 settist hann að í Auvers, undir eftirliti Gachets læknis ,sem hafði samúð með lista- manninum og skildi, hvílíkur harm- leikur líf hans var. Vincent málaði strax fyrstu vikuna myndina af Gachet lækni, sem er ein af fræg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.