Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 5
5. hefti
25. árg.
Úrval
Maí
1966
Hefurðu þá skapgerð að geta einbeitt þér
að verkefnum
og láta ekki utanaðkomandi áhrif trufla þig?
Einbeittu þér
og öðlastu dýpri lífsfyllmgu
Á næstum öllum hugar-
og minnisþjálfunar
námskeiðum er lögð
mikil áherzla á að
þjálfa hæfileika til ein-
beitingar. Mikil andleg geta og góð
andleg heilsa einkennist af miklum
einbeitingarkrafti. Aftur á móti er
hnignun slíkrar einbeitingarhæfni
oft eitt fyrsta merki um yfirvofandi
taugaáfall.
Hvað er einbeiting í raun og veru?
Það er sá hæfileiki að geta fest
hugann við það viðfangsefni, sem
um er að ræða hverju sinni og
veita enga athygli öðrum viðfangs-
efnum og atriðum, sem ekki snerta
þetta sérstaka viðfangsefni. Fljótt
á litið virðist þetta vera ofur auð-
velt viðfangs. En næst þegar þú ert
að fást við eitthvert einfalt við-
fangsefni á heimili eða vinnustað,
skaltu hinkra sem snöggvast við
og íhuga, hversu mikill hluti and-
legrar getu þinnar er bundinn ein-
hverju öðru viðfangsefni, ef til vill
einhverju persónulegu vandamáli,
einhverjum áhyggjum eða jafnvel
dagdraumum, sem koma þessu sér-
staka viðfangsefni ekki hætis hót
við.
Hvað flesta þá snertir, sem kvarta
yfir vangetu til þess að einbeita
sér, er til allrar hamingju ekki um
að ræða neina andlega missmíð,
heldur er aðeins um að ræða, að
heilanum er gert of erfitt fyrir
með að snúa sér að viðfangsefninu.
Ekkert okkar getur komizt hjá
áhyggjum og kvíða í einhvelrri
mynd, en það er eitt helzta skil-
yrði fyrir andlegri getu og heil-
brigði, að við þjálfum með okkur
hæfni til þess að stjórna hugsunum
okkar og samræma þær innbyrðis
með tilliti til áhyggna okkar og
Derry Journal
3