Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 97
HVERJIR TAKA BERLÍN?
95
árás inn í Norður-Þýzkaland væri
haldbezta aðferðin til þess að ein-
'angra Ruhrhéraðið", sagði hann í
skeyti sínu til Marshalls, „en allt frá
því fyrsta hefur það verið fyrirætl-
un mín að mynda tengsl milli að-
alsóknarbylgjunnar og annarra
sóknarsveita og sækja svo í einni
allsherjarsóknarbylgju í austurátt.
Ég vildi mega benda á, að Berlín
sjálf er ekki lengur neitt sérstak-
lega þýðingarmikið sóknarmark.
Komið hefur verið í veg fyrir það
að mestu, að Þjóðverjar hafi lengur
gagn af borginni, og þýzka ríkis-
stjórnin er jafnvel að undirbúa
flutning sinn til annars svæðis“.
En Churchill samdi nú sögulega
bænarorðsendingu, sem var alger
andstæða ofangreindra orða Eisen-
howers. „Ef aðstaða óvinarins versn-
ar, eins og þú býst augsýnilega við,
hvers vegna ættum við þá ekki að
halda yfir Elbe og sækja eins langt
í austurátt og okkur er unnt? Þetta
hefur mikla stjórnmálalega þýðingu,
þar eð öruggt virðist, að rússneski
herinn muni halda inn í Vínarborg
og flæða yfir Austurríki. Ef við lát-
um þeim Berlín góðfúslega eftir,
jafnvel þótt hún muni ef til vill vera
svo að segja í höndum okkar, þá
munu báðir þessir atburðir, taka Vín-
arborgar og Berlínar, styrkja þá í
þeirri sannfæringu þeirra, sem þeg-
ar verður mjög vart við, að það
séu þeir einir, sem öllu hafi áork-
að.
Enn fremur álít ég ekki, að Ber-
lín hafi glatað hernaðarlegri þýð-
ingu sinni og alls ekki hinni stjórn-
málalegu þýðingu. Það getur ekki
hjá því farið, að mínu áliti, að Ber-
línarborg haldi áfram að vera þýð-
ingarmesti blettur Þýzkalands, með-
an þýzki fáninn blaktir enn yfir
henni“.
Bandarískur hershöfðingi og
brezkur aðmíráll hittu sovézka for-
sætisráðherrann í Moskvu, þegar
myrkrið var tekið að síga yfir borg-
ina, og afhentu honum orðsendingu
Eisenhowers. Viðræður þeirra voru
stuttar. Stalín „var ánægður með
stefnu sóknarinnar í Mið-Þýzka-
landi“ og hann sagðist álíta, að ,,að-
alfyrirætlun Eisenhowers væri á-
gæt“. Hann áleit einnig, að Þjóð-
verjar mundu að síðustu „taka sér
varnarstöðu og berjast til þrautar í
vestanverðri Tékkóslóvakíu og Bay-
ern“. Hann lofaði að senda Eisen-
hower svar innan 24 stunda.
Nokkrum augnablikum eftir að
gestirnir fóru, hringdi Stalín í mar-
skálkana Zhukov og Koniev. Hann
var stuttorður. Hershöfðingjarnir
áttu að fljúga tafarlaust til Moskvu
til þess að sitja þar þýðingarmikinn
fund næsta dag þ.e. á páskasunnu-
dag. Stalín hafði komizt á þá skoð-
un, að hinir vestrænu bandamenn
hans væru, að ljúga að honum. Hann
var alveg viss um, að Eisenhower
ætlaði sér að verða á undan Rauða
hernum til Berlínar.
Menn, sem einskis iðrast.
Þessi 1000 mílna langa flugferð
frá Odervígstöðvunum til Moskvu
hafði verið þreytandi, enda hafði
hún tekið langan tíma. Zhukov mar-
skálkur hallaði sér þreytulega aft-
ur á bak í gráa herbílnum sínum,
er hann ók inn fyrir múrana í