Úrval - 01.05.1966, Síða 97

Úrval - 01.05.1966, Síða 97
HVERJIR TAKA BERLÍN? 95 árás inn í Norður-Þýzkaland væri haldbezta aðferðin til þess að ein- 'angra Ruhrhéraðið", sagði hann í skeyti sínu til Marshalls, „en allt frá því fyrsta hefur það verið fyrirætl- un mín að mynda tengsl milli að- alsóknarbylgjunnar og annarra sóknarsveita og sækja svo í einni allsherjarsóknarbylgju í austurátt. Ég vildi mega benda á, að Berlín sjálf er ekki lengur neitt sérstak- lega þýðingarmikið sóknarmark. Komið hefur verið í veg fyrir það að mestu, að Þjóðverjar hafi lengur gagn af borginni, og þýzka ríkis- stjórnin er jafnvel að undirbúa flutning sinn til annars svæðis“. En Churchill samdi nú sögulega bænarorðsendingu, sem var alger andstæða ofangreindra orða Eisen- howers. „Ef aðstaða óvinarins versn- ar, eins og þú býst augsýnilega við, hvers vegna ættum við þá ekki að halda yfir Elbe og sækja eins langt í austurátt og okkur er unnt? Þetta hefur mikla stjórnmálalega þýðingu, þar eð öruggt virðist, að rússneski herinn muni halda inn í Vínarborg og flæða yfir Austurríki. Ef við lát- um þeim Berlín góðfúslega eftir, jafnvel þótt hún muni ef til vill vera svo að segja í höndum okkar, þá munu báðir þessir atburðir, taka Vín- arborgar og Berlínar, styrkja þá í þeirri sannfæringu þeirra, sem þeg- ar verður mjög vart við, að það séu þeir einir, sem öllu hafi áork- að. Enn fremur álít ég ekki, að Ber- lín hafi glatað hernaðarlegri þýð- ingu sinni og alls ekki hinni stjórn- málalegu þýðingu. Það getur ekki hjá því farið, að mínu áliti, að Ber- línarborg haldi áfram að vera þýð- ingarmesti blettur Þýzkalands, með- an þýzki fáninn blaktir enn yfir henni“. Bandarískur hershöfðingi og brezkur aðmíráll hittu sovézka for- sætisráðherrann í Moskvu, þegar myrkrið var tekið að síga yfir borg- ina, og afhentu honum orðsendingu Eisenhowers. Viðræður þeirra voru stuttar. Stalín „var ánægður með stefnu sóknarinnar í Mið-Þýzka- landi“ og hann sagðist álíta, að ,,að- alfyrirætlun Eisenhowers væri á- gæt“. Hann áleit einnig, að Þjóð- verjar mundu að síðustu „taka sér varnarstöðu og berjast til þrautar í vestanverðri Tékkóslóvakíu og Bay- ern“. Hann lofaði að senda Eisen- hower svar innan 24 stunda. Nokkrum augnablikum eftir að gestirnir fóru, hringdi Stalín í mar- skálkana Zhukov og Koniev. Hann var stuttorður. Hershöfðingjarnir áttu að fljúga tafarlaust til Moskvu til þess að sitja þar þýðingarmikinn fund næsta dag þ.e. á páskasunnu- dag. Stalín hafði komizt á þá skoð- un, að hinir vestrænu bandamenn hans væru, að ljúga að honum. Hann var alveg viss um, að Eisenhower ætlaði sér að verða á undan Rauða hernum til Berlínar. Menn, sem einskis iðrast. Þessi 1000 mílna langa flugferð frá Odervígstöðvunum til Moskvu hafði verið þreytandi, enda hafði hún tekið langan tíma. Zhukov mar- skálkur hallaði sér þreytulega aft- ur á bak í gráa herbílnum sínum, er hann ók inn fyrir múrana í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.