Úrval - 01.05.1966, Side 106

Úrval - 01.05.1966, Side 106
104 ÚRVAL önnur ægileg allsherjarloftárás á borgina var að hefjast. Jarðvegurinn þeyttist í loft upp. Glerbrot þutu um loftið. Síðan rigndi þeim niður sem haglél væri. Stein- steypukögglar skullu niður á stræt- in og ryksúiur þeyttust upp í loftið, hvert sem litið var, og huldu borg- ina í dökkgráu, kæfandi skýi. Karl- ar og konur stauluðust um og fálm- uðu sig áfram í leit að loftvarna- byrgjum eða einhverju öðru skýli. Ruth Piepho leit upp og sá sprengju- flugvélarnar koma æðandi í bylgj- um, „líkt og á færibandi í verk- smiðju“. í Krupp- og Druckenmúll- erverksmiðjunni sleppti franski nauðungarverkamaðurinn, Jacques Delaunay úr hendi sér óhugnanleg- um leifum mannshandleggs, sem hann var nýbúinn að draga út úr löskuðum skriðdreka, er hann var að gera við, og tók til fótanna í leit að hæli. í Sieges Allee riðuðu marmara- styttur af gömlum prússneskum stjórnendum á stöllum sínum. Það var sem þær styndu við. Krossinn, sem ein líkneskjan hélt hátt á lofti, splundraðist í sundur, og molarnir skullu á bringu annarrar líkneskju. A Skagerraktorginu þar nálægt leit- uðu lögregluþjónarnir hælis og skildu eftir lík sjálfsmorðingja hang- andi í tré. Aragrúi af íkveikjusprengjum skall á þaki B-álmu fangelsisins í Lehrerstrasse og braut það. I- kveikjusprengjurnar kveiktu fjölda glampandi magensiumelda á annarri hæð fangelsisins. Föngunum var sleppt út úr klefum sínum til þess að berjast við eldana. Þeir stauluð- ust um með sandfötur í beiskri reykjarstybbunni. Fanginn úr klefa nr. 244 nam snögglega staðar og starði á fanga úr klefa nr. 247. Síð- an féllust þeir í faðma. Bræðurnir Herbert og Kurt Kosney, sem höfðu óafvitandi verið bendlaðir við til- ræðið gegn Hitler þann 20. júlí, upp- götvuðu nú skyndilega, að þeir voru í sama fangelsi. Hinum fjórtán ára gamla unglingi, Rudolf Reschke, gafst aðeins tími til þess að líta sem snöggvast til flug- vélanna, sem glitruðu eins og silfur uppi í loftinu. Þær voru of hátt til þess, að hann gæti farið í eltingar- leik við flugmenn þeirra, líkt og var vani hans, þegar um orrustuflugvél- ar var að ræða, sem flugu mjög lágt yfir borgina. Móðir hans æpti á hann frávita af angist og dró hann svo niður í kjallarann, þar sem Christia, hin 9 ára gamal systir hans, sat skjálfandi af hræðslu. Skýlið lék allt á reiðiskjálfi. Múrhúðin hrundi af lofti og veggjum, ljósin titruðu og slokknuðu svo. Mæðgurnar fóru að biðjast fyrir upphátt. Hávaðinn af hinum fallandi sprengjum fór sívaxandi. Reschke- fjölskyldan hafði upplifað margar loftárásir, en enga þessari líka. Frú Reschke hélt utan um bæði börnin. Svo fór hún að gráta. Skyndilega fylltist Rudolf ákafri reiði gagnvart flugmönnunum, sem gert höfðu móður hans svo óttaslegna. Og nú varð hann sjálfur gripinn ótta í fyrsta skipti. Hann uppgötvaði það líka, að hann var farinn að gráta, og varð þá mjög vandræðalegur. Rudolf æddi svo snögglega út, að móður hans tókst ekki að halda aft-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.