Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL kvíða. Oft er jafnvel sjáif geð- heilsa okkar undir því komin, að okkur takizt slíkt. Við höfum heyrt um kaupsýslu- menn, sem fá taugaáfall vegna of- þrælkunar, þ.e. vegna þess eins að þeir vilja ekki trúa undirmönum sínum fyrir einhverjum af við- fangsefnum þeim, sem þeir þurfa að glíma við. Mörg okkar eru ekki hætis hót vitrari en kaupsýslumenn þessir. Við skulum hugsa sem svo, að skyldustörfin á heimilinu eða aðrar áhyggjur séu alveg að sliga okkur. Við erum ekki svo heppin, að við höfum einkaritara, en við getum samt notfært okkur blað og blýant. Og þegar þau viðfangsefni, sem úr- lausnar bíða, virðast vera svo mörg og margvísleg, að það sé ómögu- legt að einbeita sér að þeim, þá ættirðu að skrifa lista yfir þau og einnig, ef unnt reynist, yfir önnur þau viðfangsefni, sem trufla hug þinn og draga úr einbeitingarkraft- inum. Það eitt að skrifa þau niður á lista, léttir svolítið á huganum. Og síðan er svo hægt að snúa sér að því að semja einhverja fram- kvæmdaáætlun. Stundum eru hindranir þær, sem koma í veg fyrir, að andleg geta fái notið sín, fremur líkamlegs en andlegs eðlis. Mörgu barni hefur verið refsað í skóla vegna eftir- tektarleysis, þegar það hefur þjáðzt vegna hand- eða fótkulda. Það er ómögulegt að einbeita sér, meðan manni er mjög kalt, þegar birtan er mjög slæm eða mikill hávaði umhverfis mann. Margt fólk „umber“ slíkar aðstæð- ur svo lengi, að það gerir sér ekki lengur grein fyrir óþægindunum af þeim. En samt skynjar undir- vitundin þessi óþægindi, og þau mynda stöðuga hindrun, sem kem- ur í veg fyrir fulla einbeitingu. Heili, sem verður að starfa við slíhy- ar óheppilegar aðstæður, verður fljótt þreyttur, og þreyttur heili getur ekki einbeitt sér. Suma tegund andlegrar þreytu, sem á sér sínar líkamlegu orsak- ir, má rekja fremur til innra líkam- legs ástands en óheppilegs umhverf- is. Oft er það svo að menn skeyta ekkert um óþægindi eða jafnvel sársauka, þangað til þeir virðast jafnvel ekki finna til hans, þótt hann sé oft af minni háttar líkam- legum orsökum, alls ekki óhjá- kvæmilegum. Oft skeyta menn því engu, þótt sjónin sé slæm, þótt þá verki undan skóm, sem þrengja að fótum, jafnvel þótt heyrnin sé svo léleg, að það kosti þá stöð- uga fyrirhöfn að heyra rétt. Öll hljótum við að gera okkur í raun og veru grein fyrir slíkum göllum og aðstæðum, og heimsókn til lækn- isins getur veitt okkur fullvissu í því efni. Þegar um skort á einbeitingar- hæfni er að ræða, er langoftast að leita orsakanna utan heilans eða taugakerfisins. En hvað mikinn minnihluta manna snertir, er þó um að ræða dýpri og alvarlegri or- sakir. Margt aldrað fólk kvartar yfir því, að minnkandi einbeitingar- hæfni og aukið minnisleysi ásæki það í nokkurs konar köstum. Oft er ekki ástæða til kvíða í því sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.