Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 109
HVERJIR TAKA BERLÍN?
107
Hann lýsti því, hvernig hann hefði
endurskipulagt liðssveitir sínar og
skipað þeim í nýjar varnarstöður,
þannig að vörnin yrði einmitt styrk-
ust á þessum væntanlegu sóknar-
svæðum. Hann sagiðst ekki vera í
neinum vafa um, að „aðalárásin
mundi beinast að þessu miðsvæði".
Síðan bætti Heinrici við alveg um-
búðalaust: „9. her Busse er að vísu
í betra ásigkomulagi en hann hefur
verið undanfarið, en 3. brynvarði
her Manteuffels er alls ekki fær um
að berjast ennþá. Styrkleiki hans
er allt of lítill. Strax og flóðin sjatna
í Oder, mun slíkt stofna okkur í
mikla hættu. „Þá getur slíkt alls
ekki gengið lengur“.
Mennirnir í litla fundarherberginu
hlustuðu af athygli, en þeim virtist
vera fremur órótt. Enginn hafði tal-
að svo hreinskilningslega á fundi
með Hitler, síðan Guderian var sett-
ur af.
Nú byrjaði Heinrici að ræða um
varnarliðið, sem enn varðist við
Frankfurt-am-Oder, en borg sú hafði
verið gerð að yfirlýstu virki eins og
hin ógæfusama borg Kústrin. Hein-
rici áleit, að liðinu þar væri verið
að fórna bara vegna þessa „virkja-
æðis“ Hitlers. „Ég held, að við ætt-
um að gefa upp varnir Frankfurt og
koma liðinu þaðan burt“, sagði hann.
Skyndilega leit Hitler upp og
mælti fyrstu orð sín á fundi þessum.
Hann sagði hörkulega: „Ég neita að
samþykkja þetta". Nú virtist vakna
hjá honum ákafur áhugi, og hann
fór að spyrja spurninga um styrk-
leik varnarliðs Frankfurt, birgða-
öflun þess og skotfærabirgðir. Hin-
rici veitti honum greið svör, eftir
að Eismann lét honum í té skýrslur
og tölur þar að lútandi. Hitler leit
á skjölin, jafnóðum og Eismann
lagði þau fram. Upplýsingarnar
virtust hafa mikil áhrif á hann. Og
að lokum sagði hann öllum viðstödd-
um til mikillar undrunar: „Krebs,
ég álít, að skoðun herhöfðingjans
viðvíkjandi Frankfurt-am-Oder hafi
við rök að styðjast. Útbúið nauð-
synlegar fyrirskipanir og afhendið
mér þær nú þegar í dag“.
Það varð dauðaþögn. Allir við-
staddir voru dolfallnir af undrun.
Þá heyrðist skyndilega einhver háv-
aði frammi á ganginum, og hinn
risavaxni Hermann Göring ríkis-
marskálkur birtist. Hann fyllti al-
veg út í dyr fundarherbergisins.
Hann heilsaði fundarmönnum glað-
lega, hristi hönd Hitlers af miklum
móð og tróð sér í sæti við borðið.
Eftir að Krebs hafði skýrt honum
lauslega frá upplýsingum Heinrici,
reis Göring á fætur, studdi höndum
fram á kortaborðið og hallaði sér í
áttina til Hitlers. Hann var aug-
sýnilega í ágætu skapi. Hann brosti
og sagði: „Ég má til með að segja
yður svolitla sögu . .. “
Hann komst ekki lengra. Hitler
virtist stirðna í sætinu. Það var sem
líkami hans tæki kipp og rétti úr
sér. Svo spratt hann á fætur. Orðin
streymdu í stríðum straumi af vör-
um hans og voru vart skiljanleg.
Eismann lýsir þessari ummyndun
með eftirfarandi orðum: „Hann fékk
æðislegt reiðikast þarna frammi fyr-
ir augum okkar“.
Það var alls ekki Göring, sem
reiði hans beindist að, heldur var
um að ræða óbótaskammir, sem