Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
uð og óbardagahæf lið úr einkakon-
ungdæmum sínum, lið, sem skorti
allan nauðsynlegan útbúnað. Þetta
líktist óhugnanlegu uppboði. Þeir
buðu hvor á móti öðrum, ekki til
þess að bjarga Þýzkalandi, heldur
til þess að vekja hrifningu Hitlers
og tryggja sér velþóknun hans.
Nú kváðu við margar raddir, þeg-
ar þeir fóru allir að stinga upp á
liðssveitum, sem unnt mundi að
grafa einhversstaðar upp. Dönitz
hafði boðizt til þess að senda 12.000
sjóliða í land og beint á Odervíg-
stöðvarnar. Og svo virtist, sem unnt
mundi reynast að safna saman
13.000 manna liði úr hinum svokall-
aða varaher. Þegar allar þessar töl-
ur höfðu verið nefndar, sneri Hitler
sér að Heinrici og sagði: „Jæja,
þarna hafið þér yðar 150.000 menn,
um 12 herfylki. Þetta er varalið yð-
ar“. Uppboðinu var lokið.
„En þessir menn eru ekki bar-
dagaþjálfaðir“, sagði Heinrici og
reyndi að hafa stjórn á sér. „Þeir
hafa aðeins verið að baki vígstöðv-
anna, setið á skrifstofum og dvalizt
um borð í skipum eða séð um við-
hald og viðgerðir flugvéla á flug-
völlum. Þeir hafa aldrei séð framan
í Rússa. Ég segi yður það satt, að
allir þessir menn verða alveg vita
gagnslausir, þegar á vígstöðvarnar
er komið! Gagnslausir“!
Hinir andmæltu reiðilega, en Hitl-
er virtist á hinn bóginn vera orðinn
óskaplega rólegur. Hann var kulda-
legur á svipinn. Hann benti með
hendinni í boga yfir stöðvar Rússa
við Oder. Svo sagði hann örþreyttri
röddu, sem virtist gefa til kynna, að
hann væri orðinn dauðleiður á þessu
öllu saman: „Þetta brölt Rússanna
er ekki gert til annars en að blekkja,
undirbúningur málamyndasóknar til
þess eins að villa um fyrir okkur
og dylja aðalsóknina. Aðalsókn ó-
vinanna mun ekki verða beint til
Berlínar - heldur hingað“. Hann
studdi fingri sínum á Prag með
leikrænum tilburðum. „Þess vegna
ætti Visluherinn auðveldlega að
geta staðizt þessar málamyndaárás-
ir“.
Heinrici starði á hann. Hann trúði
ekki sínum eigin eyrum. Að lok-
um sagði hann: „Foringi, ég hef lok-
ið öllum mögulegum undirbúningi
til varnar gegn árásinni. Ég get ekk-
ert gert til þess að hindra það hroða-
lega mannfall, sem vissulega mun
verða í liði okkar. Það er skylda
mín að lýsa yfir því alveg afdráttar-
laust. Það er líka skylda mín að
skýra yður frá því, að ég get ekki
ábyrgzt, að unnt muni reynast að
standast árásina“.
Það var sem Hitler fylltist skyndi-
lega þrótti að nýju. Hann staulaðist
á fætur og lamdi hnefanum í borð-
ið. ,,Trú“! öskraði hann. „Traust og
sterk trú á velgengni vora mun bæta
fyrir allt það, sem oss kann að
skorta! Ég segi yður það, að svo
framarlega sem þér gerið yður grein
fyrir þeirri staðreynd, að það verð-
ur að vinna þessa orrustu, þá mun-
um við vinna hana! Og sé liðssveit-
um yðar veitt sama traust, sama
trú á sigur, þá munuð þér vinna
mesta sigur styrjaldarinnar"!
Heinrici safnaði saman plöggum
sínum og fékk Eismann þau. Hann
var náfölur í framan. Þeir Kvöddu,
gengu upp stigann upp úr byrginu