Úrval - 01.05.1966, Page 112

Úrval - 01.05.1966, Page 112
110 ÚRVAL uð og óbardagahæf lið úr einkakon- ungdæmum sínum, lið, sem skorti allan nauðsynlegan útbúnað. Þetta líktist óhugnanlegu uppboði. Þeir buðu hvor á móti öðrum, ekki til þess að bjarga Þýzkalandi, heldur til þess að vekja hrifningu Hitlers og tryggja sér velþóknun hans. Nú kváðu við margar raddir, þeg- ar þeir fóru allir að stinga upp á liðssveitum, sem unnt mundi að grafa einhversstaðar upp. Dönitz hafði boðizt til þess að senda 12.000 sjóliða í land og beint á Odervíg- stöðvarnar. Og svo virtist, sem unnt mundi reynast að safna saman 13.000 manna liði úr hinum svokall- aða varaher. Þegar allar þessar töl- ur höfðu verið nefndar, sneri Hitler sér að Heinrici og sagði: „Jæja, þarna hafið þér yðar 150.000 menn, um 12 herfylki. Þetta er varalið yð- ar“. Uppboðinu var lokið. „En þessir menn eru ekki bar- dagaþjálfaðir“, sagði Heinrici og reyndi að hafa stjórn á sér. „Þeir hafa aðeins verið að baki vígstöðv- anna, setið á skrifstofum og dvalizt um borð í skipum eða séð um við- hald og viðgerðir flugvéla á flug- völlum. Þeir hafa aldrei séð framan í Rússa. Ég segi yður það satt, að allir þessir menn verða alveg vita gagnslausir, þegar á vígstöðvarnar er komið! Gagnslausir“! Hinir andmæltu reiðilega, en Hitl- er virtist á hinn bóginn vera orðinn óskaplega rólegur. Hann var kulda- legur á svipinn. Hann benti með hendinni í boga yfir stöðvar Rússa við Oder. Svo sagði hann örþreyttri röddu, sem virtist gefa til kynna, að hann væri orðinn dauðleiður á þessu öllu saman: „Þetta brölt Rússanna er ekki gert til annars en að blekkja, undirbúningur málamyndasóknar til þess eins að villa um fyrir okkur og dylja aðalsóknina. Aðalsókn ó- vinanna mun ekki verða beint til Berlínar - heldur hingað“. Hann studdi fingri sínum á Prag með leikrænum tilburðum. „Þess vegna ætti Visluherinn auðveldlega að geta staðizt þessar málamyndaárás- ir“. Heinrici starði á hann. Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. Að lok- um sagði hann: „Foringi, ég hef lok- ið öllum mögulegum undirbúningi til varnar gegn árásinni. Ég get ekk- ert gert til þess að hindra það hroða- lega mannfall, sem vissulega mun verða í liði okkar. Það er skylda mín að lýsa yfir því alveg afdráttar- laust. Það er líka skylda mín að skýra yður frá því, að ég get ekki ábyrgzt, að unnt muni reynast að standast árásina“. Það var sem Hitler fylltist skyndi- lega þrótti að nýju. Hann staulaðist á fætur og lamdi hnefanum í borð- ið. ,,Trú“! öskraði hann. „Traust og sterk trú á velgengni vora mun bæta fyrir allt það, sem oss kann að skorta! Ég segi yður það, að svo framarlega sem þér gerið yður grein fyrir þeirri staðreynd, að það verð- ur að vinna þessa orrustu, þá mun- um við vinna hana! Og sé liðssveit- um yðar veitt sama traust, sama trú á sigur, þá munuð þér vinna mesta sigur styrjaldarinnar"! Heinrici safnaði saman plöggum sínum og fékk Eismann þau. Hann var náfölur í framan. Þeir Kvöddu, gengu upp stigann upp úr byrginu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.