Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 11
HVÍTU HESTARNIR MÍNIR
9
annar folinn upp á afturfæturna og
réðist á hinn. Hann kastaði knapan-
um af sér, slengdi knapa hins hests-
ins úr hnakknum með framlöpp-
unum, reif hnakkinn í tætlur með
kjaftinum og réðist svo á óvin sinn
með löppum og tönnum.
Maestoso Borina var einn hinna
fáu útvöldu, sem fékk tækifæri til
þess að koma fram á leiksviði Rík-
isóperunnar í Vín. Hann kom dans-
andi inn á leiksviðið eftir tónum
hljómsveitarinnar með fræga óperu-
söngkonu á bakinu. Hann kunni
hlutverk sitt svo vel, að um leið og
hann heyrði tónana, sem gáfu til
kynna, að nú ætti söngkonan að
ríða inn á sviðið, héldu honum eng-
in bönd að tjaldabaki. Hann vildi
þá ólmur komast inn á sviðið. Og
eitt sinn stökk hann jafnvel inn á
leiksviðið í ákafa sínum.
Hann hafði í mörg ár verið for-
ingi Lipizganerhestanna og átti því
sína sérstöku stúku, og þaðan gat
hann virt fyrir sér með miklum á-
huga allt það, sem gerðist í hest-
húsinu. Þótt hurðin væri opin, yfir-
gaf hann samt aldrei stúku sína.
Dag einn þurfti að einangra veikan
hest og var hann því látinn í stúku
Maestoso Borina, en meistarinn var
látinn í bás annars hests. Hann var
ekki í rónni, fyrr en honum hafði
tekizt að opna lokaða hurðina að
básnum að komast aftur inn í gamla
hesthúsið sitt og í sína sérstöku
stúku þar.
Napolihesturinn Montenuova, sem
var stórkostlegur sýningahestur í 20
ár, fékk það starf á gamalsaldri að
prófa þá, sem sóttu um að gerast
knapar. Hann var hlýðinn við dug-
lega knapa og gerði þá allar æfing-
ar af stakri hlýðni og vandvirkni.
En hann skynjaði alveg ótrúlega vel,
ef um var að ræða hæfileikaskort
hjá umsækjendum. Hann lítillækk-
aði marga, sem álitu sig vera mikla
listamenn í greininni. Oft batt hann
enda á þennan leiða leik með því að
taka skyndilega undir sig heljar-
mikið stökk, þegar hann stóð á aft-
urfótunum, og skella hinum mikil-
láta umsækjanda til jarðar.
UM SE'INAN
Vinkona mín sagði við móður sína, sem var orðin áttræð, að hún
væri orðin hundleið á því að vera alltaf að borga Þennan fjárans
tekjuskatt.
„Það er þér sjálfri að kenna,“ svaraði móðir hennar. „Þú hefðir ekki
átt að ganga i félagið." frú J. Grahame
E'kkert líkist eins vitringi og heimskingi, sem Þegir.
Sí. Francis de Sales
Maðurinn er alltaf jafn ungur og honum finnst hann vera, en sjaldan
eins þýðingarmikill.