Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 119

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 119
HVERJIR TAKA BERLÍN? 117 Áætlun tók að myndast í huga hans, er hann virti fyrir sér um- hverfi brúarinnar. Hann kallaði í tvo helztu undirforingja sína og skýrði þeim frá hugmynd þessari. „Þeir fara eftir þessum vegi, sem liggur frá suðri til norðurs inn í Bad Sa!zelmen“, sagði hann. ,,Svo beygja þeir til austurs við vega- mótin, fara inn í Schöenbeck og svo yfir brúna. Eina von okkar um að ná brúnni er fólgin í því, að við sækjum inn í Bad Salzelmen, ná- um vegamótunum, lokum veginum og komum í veg fyrir að þýzku liðssveitirnar, sem streyma til Bad Salzelmen að sunnan, komist lengra. Eg mun halda áfram á eftir þýzku sveitunum, sem þegar hafa beygt til austurs, og elta þær yfir brúna. Við verðum að ná þessari brú“. Eftir nokkur augnablik voru skrið- drekar Hollingsworths komnir af stað. Þeir æddu inn í Bad Salzel- men, og áður en Þjóðverjar höfðu gert sér grein fyrir því, hvað var að gerast í raun og veru, höfðu am- erísk farartæki lokað veginum úr suðri og bandaríska liðið var nú tekið að sækja gegn þýzku bryn- vögnunum. Þýzku skriðdrekarnir, sem verið höfðu í fyikingarbrjósti, höfðu þegar beygt og voru að stefna til brúarinnar. Mennirnir í þeim virtust hafa heyrt skothríðina fyrir aftan sig, því að þeir juku nú ferð- ina. Og einmitt á því augnabliki streymdu skriðdrekar Hollings- worths að og fylltu hið auða bil, sem myndazt hafði í bíialestinni. Þeir eltu þýzku skriðdrekana og bifreiðirnar á sama hraða. En þá komu Þjóðverjar einmitt auga á þá, og stórskotalið þeirra hpf nú skothríð á bandarísku skriðdrek- , ana og bifreiðirnar. Þegar Sherman- skriðdrekar Hollingsworths beygðu inn í Schönebeck, var byssum þýzks skriðdreka af „Mark V“ gerð mið- að á fremsta bandaríska skriðdrek- ann. Bandaríska skriðdrekaskyttan hleypti af og sprengdi þýzka skrið- drekann í loft upp. Hann slengdist til hliðar beint á vegg og fuðraði upp. Bandaríski skriðdrekinn , gat með naumindum komizt fram hjá honum, en samt tókst honum það, og síðan elti öll lestin hann. Banda- rísku skriðdrekarnir æddu gegnum borgina. Bandaríkjamennirnir skutu á öftustu þýzku farartækin. Oft gátu bandarísku skriðdrekarnir rétt með naumindum komizt fram hjá brenn- andi þýzkum skriðdrekum. Skriðdreki sá, sem Hollingsworth var í, hafði ekki orðið fyrir skoti, ög nú var hann aðeins 3—4 götulengd- um frá brúnni. En síðasti spölurinn var erfiðastur. Skothríð óvinanna virtist koma úr öllum áttum. Fjöldi húsa stóð í ljósum loga. Klukkan var orðin 11 að kvöldi, en samt var þarna slík skjannabirta, að það var sem dagur væri. Framundan gat að líta veginn, sem lá að brúnni. Skriðdrekarnir æddu áfram. Ofan af hæðinni hafði Holl- ingsworth ekki getað komið auga á sjálfan brúarsporðinn, en nú sá hann, að þar var heil flækja af steinveggjum, sem byggðir höfðú verið til hindrunar og teygðu sig inn á veginn á víð og dreif á mjög 4 reglulegan hátt, þannig að öku- mennirnir urðu að hægja ferðina og beygja snöggt ýmist til hægri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.