Úrval - 01.05.1966, Side 114

Úrval - 01.05.1966, Side 114
112 ÚRVAL unnar, er binda mundi endi á stríð- ið. Bretar sóttu fram í norðri og 6. bandaríski herinn undir stjórn Dev- ers hershöfðingja í suðri, en Brad- ley geystist fram með ofsahraða þvert gegnum miðhluta landsins í átt til Leipzig og Dresden. Af banda- rísku herjunum var 9. herinn und- ir stjórn Simpsons kominn næst Eibefljóti, og yfirstjórnendum her- aflanna virtist sem Bradley hefði þegar gefið Simpson merki um að hefja nú ofsalega lokasókn, sem var þegar orðin svo öflug, að hún hlaut að hafa það í för með sér, að banda- rískt lið sækti einnig fram til Ber- línar. 9. bandaríski herinn sótti fram á um 50 mílna breiðu svæði. í fylk- ingarbrjósti var 2. bryndrekaher- fylkið undir yfirstjórn Whites hers- höfðingja. Þetta var eitt stærsta bryndr ekaherf ylki V esturvígstöðv- anna. Þar úði og grúði af skriðdrek- um, fallbyssum og öðrum stórum byssum á hjólum, brynvörðum bif- reiðum af ýmsu tagi, jarðýtum, vörubílum, jeppum og alls konar stórskotaliðsútbúnaði. Öll þessi tæki mynduðu um 72 mílna langa lest. Það tók lestina næstum 12 klukku- stundir að aka fram hjá sama blett- inum. Þessi geysilega bryndreka- sveit var komin fram úr öllum öðr- um herfylkjum 9. hersins, en þó með einni undantekningu. 1 hægra fylkingararmi bryndreka- herfylkis þessa gat að líta furðu- legt samsafn farartækja, sem voru troðfull af hermönnum. Herfylki þetta hafði í fullu tré við 2. bryn- drekaherfylkið og geystist áfram með engu minni hraða og barðist af miklu kappi hverja míluna af annarri. Úr lofti séð líktist þetta hvorki bryndrekasveit né fótgöngu- liði. Það hefði mátt álíta þetta þýzka bílalest, ef ekki hefði getið að líta vörubíla bandaríska hersins á víð og dreif í lestinni. Þetta var hið frum- lega 83. fótgönguiiðsherfylki Macons hershöfðingaj eða „Tötrasirkusinn", sem geystist nú áfram í átt til Elbe- fljóts í herteknum farartækjum. Sérhver óvinaherdeild eða borg, sem gafst upp, lagði fótgönguliðs- herfylki þessu til sinn skammt far- artækja, venjulega eftir að menn Macons höfðu krafizt þess með byss- urnar á lofti. Sérhvert farartæki, sem þeim áskotnaðist, var síðan málað olífugrænt í hvelli, og síðan var bandarískri stjörnu skellt utan á hlið þess. Svo bættist það í bíla- lest 83. herfylkisins. Þessi furðulegu farartæki rugluðu oft og tíðum aðra bandaríska her- menn í kollinum, og þá ekki síður sjálfa Þjóðverja. Þegar herfylkið hélt áfram þeysingi sínum í átt til Elbefljóts, heyrði Kohler majór eitt sinn ofsalegt bílaflaut fyrir aftan sig. Síðar lýsti hann þessum atburði með svofelldum orðum: „Þessi Mercedesbifréið kom æðandi á eftir okkur, fór svo fram úr okkur og síðan hverju farartækinu af öðru. Og um leið og hún fór fram úr bif- reiðunum, sáu Bandaríkjamennirn- ir, sem í þeim voru, að þetta var þýzk herbifreið, sem ekið var af hermanni í þýzkum einkennisbún- ingi. Var hún hlaðin þýzkum liðs- foringjum. Vélbyssuskothríð stöðv- aði síðan bifreið þessa, og hinir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.