Úrval - 01.05.1966, Page 13

Úrval - 01.05.1966, Page 13
12 RÁÐ GEGN TAUGAÁLAGI 11 „Hvert okkar hefur sitt sérstaka taugaálagshámark sem ekki má fara framúr. Það er ekki magn taugaá- lagsins eitt, sem ákvarðar það, hvort það sé skaðlegt eða holt, heldur taugaálagshámark hvers einstakl- ings. Þegar taugaálagið er hvetj- andi afl, sem hjálpar manni til þess að laga sig eftir kröfum, sem lífið gerir til manns, og breytingum, sem verða í Íífi manns, þá verður það fremur tæki til þess að skapa sam- ræmi en að valda tjóni. En þegar taugaálagið þrúgar mann og eyðir vellíðunarkennd manns, þá verður það að óvini“. Sérfræðingarnir halda því fram, að eftirfarandi lífsreglur geti kom- ið í veg fyrir skaðvænlegt taugaá- lag og taugaspennu: 1. Þú skalt br.jótast úr viðjum til- breytingarleysisins. Tilbreytingarleysið veldur tauga- álagi og taugaspennu. Losaðu þig úr viðjum tilbreytingarleysisins og breyttu svolítið til. „Láttu undan hinni eðlilegu löng- un þinni til tilbreytingar“, segir dr. Selye. „Þessi löngun er oft og tíð- um ráð Móður Náttúru til þess að vernda þig gegn of miklu taugaá- lagi, sem tilbreytingarleysið skap- ar“. Fólk, sem engan áhuga hefur á starfi sínu eða hefur jafnvel and- úð á því, getur reynt að breyta svo- lítið til um starfshætti eða rejmt að finna betur tilgang starfsins eða jafnvel reynt að fá sér algerlega nýtt starf. Stundum er aðeins þörf fyrir svo- lítið breytt viðhorf til hlutanna, kannske sumarleyfi eða nýtt tóm- stundastarf. Fyrir sumar konur verður það kannske ný hárlagning, sem lýstur þær töfrasprota. Dr. Selye er á þeirri skoðun, að við höfum umfram allt þörf fyrir mögu- leika á sjálfstjáningu. 2. „Blástu út gufunni". í verksmiðju einni í Tokyo fara verkamennirnir öðru hverju inn i herbergi eitt, sem útbúið er með skotskífum og hnefaleikaæfingapok- um. En á skotskífur þessar og æf- ingapoka eru máluð andlit hús- bænda þeirra. Þar geta verkamenn- irnir lamið þá að vild og skotið á þá og gefið innibyrgðri reiði sinni lausan tauminn og losnað þannig við hana. „Losaðu þig undan fargi reiðinn- ar“, ráðleggur dr. George S. Stev- enson, sem er ráðgjafi hjá Geð- verndarsamtökum Bandaríkjanna. ,.Ef þig langar til þess að ausa úr skálum reiði þinnar yfir einhvern, sem hefur reitt þig til reiði á ein- hvern hátt, skaltu reyna að halda aftur af þér svolitla hríð. En á með- an skaltu gefa þessari innibyrgðu orku reiðinnar útrás í einhverju Þ'kamlegu viðfangsefni". Ein óskaðlega og jafnvel holl að- ferð til þess að „blása út slíkri gufu“, sem annars mundi valda taugaálagi og taugaspennu, er að taka þá til við ýmsar líkamsæfing- ar. Slík athugun var gerð á tveim hópum stúdenta við Kaliforníuhá- skóla. Annar hópurinn æfði sig reglulega, en hinn gerði það ekki. Með vissu millibili voru skapaðar aðstæður, sem valda venjulega gíf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.