Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 41
CONCORDE
39
starfið, Þar með hófst smíði Con-
corde þotunnar.
Orðið concorde þýðir samræmi
eða samlyndi. Samstarf Breta og
Frakka við smíði þessarar farþega-
þotu, sem er dýrasta flugvél er
smíðuð hefur verið utan Bandaríkj-
anna, hefur gengið mun betur en
bjartsýnustu menn höfðu vonað. Og
nú er Concorde þotan því næst til-
buin að hefja sig til flugs.
Átta stórfyrirtæki og 18000 verka-
menn bæði í Bretlandi og Frakk-
landi hafa unnið að smíði vélarinn-
ar. Yængirnir eru til dæmis fram-
leiddir af Frökkum, en flugvéla-
trjónan af Bretum. Hreyflarnir eru
einnig smíðaðir sameiginlega af báð-
um aðilum. Hinri ýmsu vélarhlutir
eru fluttir fram og aftur yfir Erma-
sund, en að lokum hafna þeir að
siálfsögðu í aðalflugvélaverksmiðj-
unni. Frakkar smíða hér um bil 60%
af búk flugvélarinnar, en Bretar
þeim mun meira af ýmsum öðrum
vélarhlutum.
Þótt vöruflutningabifreiðarnar,
sem flytja vélarhlutina gegnum
Frakkland njóti lögregluverndar,
hafa mjóir og hlykkjóttir þjóðveg-
irnir verið til mikils óhagræðis. Þá
urðu allir flutningar á landi innan
Frakklands að eiga sér stað á virk-
um dögum. Og þegar ferðamanna-
straumurinn er sem mestur, verða
flutningabifreiðarnar að stanza á
fimmtán mín. fresti til að hleypa
fólksbifreiðunum fram hjá. Áður en
rúmgóð ferja fékkst til að flvtja
vöruflutningabifreiðarnar yfir
Ermasund, munaði aðeins tæpum
tveimur þumlungum, að þær kæm-
ust um borð í ferjurnar, sem fyrir
Andre Turcat sem stjórnar vélinni
i jómfrúrferöinni.
voru. Og margar vikur tók að ganga
úr skugga um, hvort hægt væri að
flytja vélarhlutina yfir sundið.
Smíði Concorde þotunnar er mik-
ill sigur fyrir þá aðila, sem unnið
hafa í sameiningu að byggingu henn-
ar. Gagnkvæmur skilningur þeirra
er bæði djúpur og góður, þótt báðar
ríkisstjórnirnar hafi átt í háværum
deilum. „Við erum ekki tvær stríð-
andi þjóðir,“ segir verkfræðingur
hjá Sud Aviaton. „Við hugsum fyrst
og fremst um mannleg verðmæti og
það, að samstarfið takist sem bezt.“
Flugvélasmiðirnir koma saman á
hverjum degi til að ræða um þau
margvíslegu vandamál, sem upp
koma. „Við erum svo margir, sem
förum yfir sundið, að það er alveg
út í bláinn að láta okkur þvælast
með vegabréf11, segir einn verkfræð-
inganna, Pat Burgees starfsmaður