Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 25
BORGIN HELGA: JERUSALEM
23
Sagt hefur verið, að orðið „Jerú-
salem“ þýði „borg friðarins“, og er
það alldapurlegt með tilliti til sögu
staðarins. Litlar sagnir fara af Jerú-
salem fyrir 1400 f.Kr., en þá var
staðurinn lítið fjallaþorp, byggt
Semítum undir stjórn Egypta. Án
efa var það Davíð konungur, sem
gerði staðinn að höfuðstað Gyðinga
um 1000 f.Kr.
Stórfenglegir atburðir fylgdu í
kjölfarið, eins og smíði „seinna
musterisins“ um 515 f.Kr., yfirráð
Alexanders mikla, uppreisn Makka-
bea, yfirráð Rómverja, stjórnarár
Heródesar og krossfesting Krists á
Golgata. Hálfri öld síðar gerðu Gyð-
ingar hatramma uppreisn gegn
Rómverjum, og árið 70 e.Kr. unnu
herir Títusar keisara borgina og
brenndu til ösku.
Næstum tvær árþúsundir liðu áð-
ur en borgin hlotnaðist sjálfstæði á
ný, eða árið 1948. Að síðari heims-
styrjöldinni lokinni ákváðu Bretar
að sleppa tilkalli sínu til Palestínu,
og Sameinuðu þjóðirnar lögðu til,
að landinu væri skipt í tvö ríki milli
Gyðinga og Araba.
Land þessa nýstofnaða lýðveldis
var ekki nema tíu mílna breitt, þar
sem það er mjóst og íbúatalan að-
eins 650 þúsundir. Nágrannar
þeirra, Arabaríkin Líbanon, Sýr-
land, Saudi-Arabía, írak og Jórdan-
ía, gerðu þegar í stað innrás í land-
ið, og ætluðu að ganga að lýðveldinu
dauðu. En ísrael stóðst höggið og