Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 59
VAXANDI VINSÆLDIR STJÖRNUSPÁDÓMA
57
sjálfur", segir A1 H. Morrison, for-
seti „Stjörnuspámannafélags Ame-
ríku.“
Stjörnuspámenn gera sér grein
fyrir þýðingu þess, að segja við-
skiptavininum það, sem hann vill
heyra, án þess þó að slíkt verði
alltof ótrúlegt. Lestir og gallar
taka þannig á sig dálítið breytta
mynd vegna orðavals stjörnuspá-
mannanna. Drykkjufýsn breytist í
löngun hins mannblendna manns til
glaðværs félagsskapar, rík tilheig-
ing til ólifnaðar breytist í ástríka,
tilfinningaheita skapgerð, nízka
verður að hagsýni. Stjörnuspá-
mennirnir velja sér tíðum hinn
gullna meðalveg í túlkun stjörnu-
spáa sinna. „Hugarfar yðar hefur
bæði sína hugsjónahlið og svo hag-
sýnishliðina“, sagði stjörnuspámað-
ur einn nýlega við tortrygginn
mann, sem var að rannsaka starf-
semi stjörnuspámanna. „Þótt þér
njótið einveru, þá kunnið þér einn-
ig að meta félagsskap annarra,”
sagði hann einnig.
Nákvæmni stjörnuspámanna nú-
tímans í spádómum, þegar þeir hafa
á annað borð virzt rætast á ein-
hiærn hátt, nær ekki lengra en til
glöggvunar á skapgerð viðskipta-
■>dnarins. Stiörnuspámennirnir not-
færa sér innsæi sitt til hins ýtrasta
og koma auga á vissar tilhneiging-
ar almenns eðlis í fari viðskipta-
vinanna og styðiast við slíkt í spá-
dómum sínum. I nokkrum greinum,
sem birtar voru fvrir morð Johns
F. Kennedy forseta, var það þó
tekið fram, að nóvember árið 1963
yrði hættulegur mánuður fyrir
hann, vegna þess að sú innbyrðis
afstaða reikistjarnanna sem var í
stjörnuspá hans fyrir næsta mánuð,
hefur alltaf bent til þess, að ríkis-
stjórn verði rekin frá völdum eða
þjóðhöfðingi deyi.
ER NOKKUÐ AÐ MARKA
STJÖRNUSPÁDÓMA?
Enginn alvarlega þenkjandi vís-
indamaður virðist álíta stjörnu-
spádóma annað en eitthvert puk-
urslegt kukl. En þó eru a. m. k.
nokkrir vísindamenn, sem álíta, að
rafsegulsvið jarðarinnar hafi áhrif
á lifandi verur hér á jörðinni og
að sólin, tunglið og líklega einnig
reikistjörnurnar hafi svo aftur
áhrif á þessi rafsegulsvið. Tilraun-
ir, sem gerðar voru af dr. Frank
A. Brown, jr., prófessor í líffræði
við Northwesterháskólann, hafa
komið honum á þá skoðun, að líf-
verur kunni að vera geysilega næm-
ir móttakendur jafnvel hinna
minnstu slíkra áhrifa, enda þótt
rannsókn á hinum sérstöku áhrif-
um afla þessara sé reyndar aðeins
nýlega hafin. Prófessor Gibson
Reaves, prófessor við stförnufræði-
deild Suður-Kaliforníuháskóla. sem
hefur rannsakað stjörnuspádóma-
f'-æðina vegna hins sameiginlega
uppruna hennar og stiörunfræð-
innar, bætir þessu við: ..Enginn
hefur nokkru sinni sannað fylli-
le°a. að bað sé ekkert að marka
stíörnusnádóma. En hið þýðingar-
mikla er, að það eru miög litlar
sannanir. ef þá nokkrar. fyrir því.
pð bað sé að marka þá.“
Ef til v'll væri bezt að leyfa
Kaolan sálgreiningarfræðingi að
hafa síðasta orðið: „Manni er ekki