Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 84

Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 84
82 ÚRVAL Ég hentist þvert yfir herbergið. Tilfinningin var fremur þægileg, rétt eins og mér hefðu allt í einu vaxið vængir og ég væri farinn að fljúga. Svo hafnaði ég með skelli úti í horni — það var ekkert þægilegt. Hausinn á mér slóst við þilið svo ég vissi ekki af mér í bili. Og svo, þegar ég lauk upp augunum, sá ég vinnumanninn bograndi framan við arininn, sveipaðan svörtu skýi, sem mér skildist allt í einu að væri sót. Maðurinn bölvaði hjartanlega, lágt og reiprennandi meðan hann starði á steikarpönnuna. Hann setti hana frá sér og kom í átt til mín. Hann virtist riðandi í göngulagi. En það gat verið missýning vegna höf- uðhöggsins, sem ég hafði hlotið. „Allt í lagi með þig?“ spurði hann. Ég fullvissaði hann um, að ég væri sem óðast að komast í lag. „Ég hef misst hádegismatinn,“ sagði hann og benti á pönnuna. Ég leit á hana með honum og sá, að hann hafði ekki ýkt. Pannan var kúffull af sóti og undir því voru egg og flesk grafið. „Eldingunni hefur slegið niður í skorsteininn," sagði hann. „Ég fann húsið skjálfa og hávaðinn kom mér til að halda að flugvél hefði farið inn úr þakinu.“ Þá varð mér eitt ljóst, sem mér fannst dálítið einkennilegt. Það var augljóst, að þruman hafði verið geysi há. En ég hafði alls ekki heyrt haria. Frá því andartaki, er ég hent- ist frá krananum, og til þess, er maðurinn ávarpaði mig, hafði ég ekki heyrt neitt. Heyrnin var ó- sködduð, því nú heyrði ég ágætlega til mannsins. Fyrstu sekúndurnar eftir eldinguna hafa skilningarvit mín verið lömuð — það virtist aug- ljós skýring á heyrnarleysi mínu. Vinnumaðurinn var ómeiddur. Hann hafði, sagði hann, verið að snúa flesksneið með gaffli, þegar herbergið virtist fyllast eldi, sem kom niður skorsteininn, og hann blindaðist af sóti. Svo sá hann að maturinn var ónýtur. Báðir vorum við svartir af sóti, og það var heilmikið af því á gólf- inu, en annað dró til sín athygli okkar. Það hvein í skorsteininum, og það var greinilegt, að það var kviknað í honum, enda hefur hann víst verið orðinn harla óhreinn. Ar- ineldurinn var dauður, og hann hafði aldrei verið svo líflegur, að hann hefði getað kveikt í skorstein- inum. Vinnumaðurinn barmaði sér sár- an yfir missi matarins, en nú fórum við að rannsaka húsið og athuga, hvort aðrar skemmdir hefðu orðið. Við þurftum ekki lengi að leita. Bakhurðin, sem læst var með slag- brandi, þegar við sáum hana síðast, hafði sprungið af hjörunum og lás og slagbrandur rifnað burt. Hurðin hafði þeytzt yfir herbergið og fellt um koll stól í leiðinni. Athugun á hurðinni leiddi í ljós djúpa bruna- rák eftir henni endilangri, en ekk- ert hafði flísazt úr henni. Út um dyrnar, þar sem hurðin hafði verið, sáum við reyk og gufu leggja upp af eikartrénu. Stykki af berki og viði höfðu rifnað af og lágu á víð og dreif. Svo virtist sem aðaleldingin hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.